Samþykkja að láta 500 vera á götunni

864 bíða nú eftir almennu félagslegu leiguhúsnæði en Reykjavíkurborg gerir einungis ráð fyrir kaupum á 348 íbúðum á næstu fimm árum. Biðlistar eftir félagslegu húsnæði hafa lengst en þar bíða þau sem eru í þörf fyrir húsnæði vegna erfiðra fjárhagslegra og félagslegra aðstæðna. Reykjavíkurborg stefnir því einungis að því að stytta biðlistann um 40% á meðan fyrirséð er að fleiri munu bætast þar við. 206 barnafjölskyldur bíða nú eftir félagslegu húsnæði, þar af 149 einhleypir foreldrar.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí