Svartur desember hjá hinum verst stæðu

Hver hörmungarfréttin af annarri hefur riðið yfir fátækasta fólkið og það sem er í veikastri stöðu það sem af er desember. 30% hækkun húsaleigu hjá Ölmu, hækkun komugjalda á læknastofur vegna þess að ríkið getur ekki klárað samninga, lokun Vinar á Hverfisgötu, unglingasmiðjanna Stígs og Traðar og algjört aðgerðarleysi yfirvalda frammi fyrir þessu fréttum. Ráðherrar og ráðafólk í borginni segjast hafa af þessu áhyggjur, en gera ekkert.

Við höfum fjallað um þessi mál við Rauða borðið og munum halda því áfram. Ekki bara um aðgerðir og aðgerðarleysi stjórnvalda sem bitna á fólki í veikri stöðu heldur líka um það rífandi góðæri sem ríkir í fyrirtækjarekstri. Og hvernig þetta tengist, að fyrirtækin vilji ekki hækka laun og stjórnvöld vilji ekki hækka skatta á fjármagns- og fyrirtækjaeigendur. Sem leiðir til hallareksturs opinberra sjóða. Sem síðan grefur undan velferð og öryggi almennings. Og sem birtast síðan í fréttum að svívirðilegum hækkunum og lokunum nauðsynlegrar þjónustu.

Þar sem ríkisstjórnin hefur ekki samið við sérfræðilækna í fjögur ár hafa læknarnir hækkað hlut sjúklingsins fyrir aðgerðir. Það eru því eðlisbreytingar í gangi í heilbrigðisþjónustu, gjaldtaka að hækka. Til ræða þetta komu þeir Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD-félagsins og Ragnar Freyr Ingvarsson formaður Læknafélags Reykjavíkur, að Rauða borðinu:

Brynja Hrönn Bjarnadóttir leigjandi hjá Ölmu saði okkur frá svívirðilegri hækkun á leigu, 30% hækkun á einu bretti rétt fyrir jól. Nokkuð sem Brynja ræður ekki við.

Í niðurskurði meirihlutans í borginni var ákveðið að loka unglingasmiðjunum Stíg og Tröð verði loka. Belinda Karlsdóttir forstöðukona kom að Rauða borðinu og sagði okkur frá þessum smiðjum.

Hörður Jónasson fastagestur á Vin á Hverfisgötu og Elsa Kr. Sigurðardóttir sem starfað hefur með fólki með geðklofa þar, komu og sögðu okkur frá þessari vin, sem meirihlutinn í borgarstjórn hefur ákveðið að eyðileggja. 

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí