Ekkert samráð um rafbyssuvæðingu

Dómsmálaráðherra Jón Gunnarsson undirritaði reglugerð í lok desember sem heimilar lögreglu að nota rafbyssur sem ráðuneytið kallar nú „rafvarnarvopn”. Þingmenn gagnrýna Jón fyrir samráðsleysi við ríkisstjórnina og þingið allt.

Reglugerðin um rafbyssur mun taka gildi á næstu dögum eftir birtingu í stjórnvaldstíðindum en ráðherra undirritaði hana tveimur vikum áður en ríkisstjórnin tók málið til umfjöllunar. Einn ráðherra VG setti fyrirvara við rafbyssuvæðinguna og hafa þingmenn Pírata einnig gagnrýnt samráðsleysið.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata hefur farið fram á að dómsmálaráðherra mæti á fund allsherjar- og menntamálanefndar þar sem hann ræði málið nánar og færi rök fyrir ákvörðun sinni.

„Það sem við erum fyrst og fremst að gagnrýna er að tekin sé ákvörðun um umbyltingu á störfum lögreglu í landinu gagnvart almenningi án þess að það sé haft samráð við þjóðina eða þjóðkjörið þing,“ segir Arndís Anna, í viðtali við RUV.

Lögreglan er í óða önn við að móta verklagsreglur um notkun vopnanna og undirbúning þjálfunar í notkun þeirra auk þess að undirbúa innkaup á þeim en Jón heldur því enn fram að hér ríki stjórnlaust ástand í ýmsum málum svo sem málefnum flóttafólks svo nauðsynlegt hafi verið að vopnvæða lögregluna betur.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sagt að heppilegra hefði verið að ræða málið með skýrari hætti í ríkisstjórninni áður en dómsmálaráðherra tók ákvörðunina en ítrekað að honum sé í sjálfvaldi sett að ákveða þetta.

Rafbyssuvæðing hefur í sumum löndum verið innleidd fyrst sem tilraunaverkefni en svo verður ekki raunin hér á landi.

Dómsmálaráðherra hefur látið til sín taka í málum er varðar löggæslu en hefur einnig verið gagnrýndur fyrir að nota stór orð og að beita hræðsluáróðri meðal annars þegar kemur að málefnum flóttafólks. Frumvarp hans um útlendingamál verður tekið fyrir í þinginu á næstunni en Jón sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis í gær að hann hefði í hyggju að bæta við enn einu frumvarpi um útlendingamál á næstunni. Þá sé hann ekki að undirbúa ráðherraskipti í dómsmálaráðuneytinu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí