Frönsk alþýða beitir nýjum baráttuaðferðum

Meðlimir verkalýðsfélaga í Frakklandi rjúfa orku til auðmanna og þingmanna í aðgerðum sínum. Á sama tíma lækka þeir reikninga til einyrkja og smá fyrirtækja svo sem bakara í aðgerð sem þeir kenna við Hróa Hött.  Við verðum að grípa til aðgerða sem bítur á stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar auðmenn og þingmenn, segir talsmaður verkalýðsfélagsins. 

Varnarbaráttan fyrir eftirlaunakerfinu heldur áfram í þessari viku. Meðal aðgerða í síðustu viku var þriggja klukkustunda rof á orku til skrifstofu þingmanns í flokki Macrons. Alls var dregið úr framleiðslu orku um sjö þúsund megavött í mótmælum í þar síðustu viku.

Boðað er framhald á þess háttar aðgerðum. Fram undan eru aðgerðir gegn auðfólki, sérstaklega Yannick Bolloré, auðmanni sem er aðaleigandi Vivendi, sem á og rekur Channel+ og þar með hægri sinnuðu fréttaveituna CNews.

Meðlimir CGT verkalýðssambandsins vinna í orkuverum, olíuhreinsistöðvum og orkudreifingu. Þau eru því í aðstöðu til að breyta rafmagnsmælum, gasmælum og samtímis skerða orkuafhendingu til valdafólks. Talsmaður verkalýðsfélagsins segir að milljónir búi við skort því sé mikilvægt að hinir valdamiklu geti sett sig í spor þeirra sem búa við orkufátækt.

Stjórnvöld hafa brugðist harkalega við þessum aðgerðum og kært þær til lögreglu. Í lýðræðisríki eiga lýðræðislega kjörin stjórnvöld að stjórna landinu, ekki verkalýðsfélögin, segja talsmenn þeirra. Og segja aðgerðir sem skerða orkuafhendingu ólíðandi.

Á morgun þriðjudag eru boðaðir fjölmargir mótmælafundir og göngur. Búist er við að jafnvel milljónir munu mæta til mótmæla.

Myndin: CGT liðar búa sig undir aðra lotu mótmæla.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí