Fúsk í byggingariðnaði skaðar heilsu og fjárhag almennings

Venjulegt fólk heldur að einhver gæti hagsmuna þeirra segir Ríkharður Kristjánsson verkfræðingur en hann segir „fúsk“ á öllum stigum byggingariðnaðarins valda miklu fjárhagslegu og heilsufarslegu tjóni ár hvert.

Ráðstefna um rakaskemmdir og myglu „ Byggingargallar og „fúsk” í nýjum byggingum” var haldin í Háskólanum í Reykjavík í dag og var haldin til heiðurs dr. Ríkharði Kristjánssyni sem starfaði við „Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins“ á árunum 1977 til 1989 og lyfti grettistaki í rannsóknum á byggingarefnum, alkalívirkni og rakaskemmdum á steinsteypu.

Ólafur H. Wallewik, prófessor við Háskólann í Reykjavík og við háskólann í Bejing stóð fyrir ráðstefnunni en hann var starfandi forstöðumaður Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins sem heyrði undir Nýsköpunarmiðstöð þegar hún var lögð niður árið 2021.

Ríkharður sagði að gallar í teikningum og byggingum kosti marga milljarða á ári en hann bendir á „fúsk“ á öllum byggingarstigum í því samhengi. Hann segir „fúskið“ ekki einungis viðgangast við hönnun og byggingu heldur sé einnig „fúskað“ við eftirlit á byggingarreglugerðum. Hann sagði Húsnæðis og mannvirkjastofnun kanna einungis minnislistana sem lagðir eru inn vegna bygginga en ekki sjálf verkin. Þá sé hér „fúskað“ við mat á verkum því dómkvaddir matsmenn séu jafnan sjálfir hönnuðir og myndu aldrei dæma fordæmisgefandi mál sem gætu haft áhrif á þeirra eigin störf. Þá sé Húsnæðis og mannvirkjastofnun að daðra við að fella ákvæði um 1100 Pa eða slagregns-þéttleikaprófanir út úr reglugerðum en byggingarvörur eiga að vera CE merktar og uppfylla ákveðna Pa staðla. Notuð sé óþarflega mikil steypa í byggingar og timburhús jafnvel byggð eins og steinhús í dag hvað varðar þéttleika og einangrun. Loftun sé allt of oft ábótavant í þökum og einangrun og hér er ekki gert ráð fyrir því að ákveðin efni né byggingarlag henti kannski ekki íslensku veðurfari nógu vel.

Venjulegt fólk heldur að einhver gæti hagsmuna þeirra segir Ríkharður en raunin er oft sú að leikmenn sjái fyrir sér að geta grætt á einhverjum byggingarframkvæmdum án þess að hafa tilhlýðilega þekkingu á byggingariðnaði.

Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins var stofnuð árið 1965 og heyrði að lokum undir Nýsköpunarmiðstöð sem lögð var niður 2021 en um svipað leyti var stofnaður nýr sjóður: Askur sem á að gegna svipuðu hlutverki. Ólafur H. Wallenwik segir hann þó afar vanfjármagnaðan.

Alma Möller hélt einnig erindi á ráðstefnunni og sagði frá stofnun fagráðs um málefnið hjá landlæknisembættinu sem samanstendur af læknum frá LSH og heilsugæslunni, fulltrúum frá vinnueftirlitinu, heilbrigðiseftirlitinu og fagstjóra EFLU ásamt því að starfa í samvinnu við HMS (Húsnæðis og mannvirkjastofnun).

Ráðstefnan endaði í pallborðsumræðum undir stjórn Ingólfs Bjarna Sigfússonar fréttamanns sem fjallað hefur um myglumál í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV.

Rætt verður um myglu og útbreiðslu hennar við Rauða borðið í kvöld við Sylgju Dögg Sigurjónsdóttur verkfræðing.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí