HMS dregur úr þjónustu við leigjendur

Verðsjá húsaleigu sem fasteignaskrá hjá Þjóðskrá hefur haldið úti um langt árabil er óvirk og hvergi að finna á heimasíðu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, en HMS tók við rekstrinum 1. júlí á síðasta ári. Var það gert í samræmi við lög sem voru samþykkt 2 dögum fyrr. Flutningur gagnagrunnsins fór svo fram í nóvember síðastliðnum. Markmið laganna er að einfalda og efla þjónustu og upplýsingaveitu til sveitarfélaga, almennings og hagaðila.

Verðsjá húsaleigu hefur verið mikilvægasta tól leigjenda og annarra hagsmunaaðila til að meta aðstæður og verðmyndun á leigumarkaði og hefur að sama skapi legið til grundvallar stærstum hluta fréttaflutnings af leigumarkaði undanfarið. Það verður því að teljast með miklum ólíkindum að hún hafi verið fjarlægð af heimasíðu HMS án fyrirvara og útskýringa. Kvörtunum hefur rignt inn á stofnunina undanfarnar vikur en starfsfólk engar skýringar fengið um ástæður þessa.

Upplýsingar og svör frá ábyrgðaraðilum verðsjárinnar hjá HMS til Samtaka leigjenda greina frá því að unnið sé að viðgerð á henni, en á meðan geti hagsmunaaðilar unnið sjálfir úr frumgögnunum eða hannað sína eigin verðsjá. Við flutning á gagnagrunni og tölvukerfum Fasteignaskrár hjá Þjóðskrá til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar þá fluttust allar skráningar og tölfræði um fasteignamarkaðinn yfir í umsjá HMS.

Verðsjáin hefur mælt húsaleigu allra þinglýstra samninga og gefið upp fjölda þeirra samninga sem þinglýstir voru á þeim tímabilum sem leitað var eftir. Þrátt fyrir innbyggða annmarka á verðsjánni þá veitti hún mikilvægar upplýsingar um þróun á leigumarkaði, upplýsingar sem hafa gert hagsmunaaðilum kleift að teikna upp mynd af aðstæðum þar.

Unnið var að þessum flutningi í 7 mánuði og tók það 35 manna starfslið stofnananna tveggja, ásamt sérfræðingum fjölmargara fyrirtækja að tryggja hnökralausan flutning. Samkvæmt frétt á heimasíðu HMS frá 22. nóvember síðastliðnum var þess getið „að flutningar hefðust tekist vel og að öll kerfi væru keyrandi í nýju umhverfi“. Öll nema þau kerfi sem mæla aðstæður og þróun á leigumarkaði.

Stofnunin hefur verið sökuð um það af samtökum leigjenda að framsetning gagna á vegum hennar séu því marki brenndar að styðja frásagnir stjórnvalda af árangri í húsnæðismálum og því áreiðanleika upplýsinga sem frá stofnuninni kemur stefnd í voða með flutningi á gagnagrunninum.

Það hlýtur að sama skapi að orka tvímælis að færa þau tæki sem mæla og greina þróun og árangur á húsnæðismarkaði til stofnunar sem er ábyrg fyrir verkefnum á sviði húsnæðismála s.s. að tryggja aðgang að öruggu húsnæði á viðráðanlegu verði, óháð efnahag og búsetu.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er stofnun sem tók til starfa í ársbyrjun 2020, tók hún við öllum verkefnum og starfsfólki íbúðarlánasjóðs.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí