Húsaleiga á höfuðborgarsvæðinu er 70% af lágmarkslaunum

Álag húsaleigu á lágtekjuhópa heldur áfram að hækka. Frá árinu 2011 hefur húsaleiga hækkað langt umfram laun og borga lágtekjuhópar á höfuðborgarsvæðinu um það bil 15% hærra hlutfall af launum sínum í dag í húsaleigu en þeir gerðu árið 2011. Er hlutfall húsaleigu af lágmarkslaunum komið í tæp 70% á höfuðborgarsvæðinu ef miðað er við nýjustu tölur úr verðsjá húsaleigu fyrir 100 fermetra íbúð á höfuðborgarsvæðinu.

Raun-húsaleiga er því miður mun hærri en sú sem birtist á verðsjánni eins og leigjendur vitna um því verðsjáin nær aðeins yfir þinglýsta samninga þeirra sem sækja um húsnæðisbætur, en minnihluti leigjenda sækir um þær samkvæmt könnun hagstofunnar. Hlutfall húsaleigu af lágmarkslaunum er því í raun mun hærra. 

Árið 2011 var meðal húsaleiga á 100 fermetra íbúð á höfuðborgarsvæðinu 115.000 kr. á mánuði. Á sama tíma voru lágmarkslaun hjá verkafólki samkvæmt kjarasamningi Eflingar 197.000 kr á mánuði. Hlutfall húsaleigu á höfuðborgarsvæðinu á 100 fermetra íbúð var því fimmtíu og átta prósent. Samkvæmt nýjustu tölum úr verðsjá húsaleigu núna rétt fyrir áramót var húsaleigan á sömu íbúð komin í rétt tæpar 250.000 kr á mánuði.

Núverandi lágmarkslaun verkafólks hjá Eflingu eru 368.000 kr. á mánuði og er því hlutfall húsaleigu af lágmarkslaunum komið í 68% og hefur hækkað um 15% frá árinu 2011. Hlutfall húsaleigu af lágmarkslaunum verkafólks á höfuðborgarsvæðinu er langhæst af öllum Norðurlöndunum fyrir utan í höfuðborg Finnlands. En eins og fram hefur komið er íþyngjandi húsnæðiskostnaður á meðal leigjenda í Finnlandi sá hæsti af aðildarríkjum OECD, en í Finnlandi eru engin lög um lágmarkslaun.

Hlutfall húsaleigu af lágmarkslaunum er fjörutíu og sex prósent í Danmörku og Noregi en fimmtíu og þrjú prósent í Svíþjóð, fyrir höfuðborgarsvæði landanna. Meðal-álagið í þessum þremur löndum er fjörutíu og átta prósent. Það þýðir að álag húsaleigu á láglaunahópa hér á höfuðborgarsvæðinu er 41% hærra en á meðal sömu hópa á leigumarkaði í höfuðborgum hinna Norðurlandanna. 

Töluverð umræða hefur verið um þörfina fyrir að setja leiguþak eða leigubremsu til að koma í veg fyrir að leigusalar hirði kjarabætur leigjenda og gott betur. Þróunin hér undanfarin áratug sýnir að fátt getur komið í veg fyrir að slíkt nema settar verði reglur eða viðmið um húsaleigu og hækkun hennar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí