Húsaleigubætur halda ekki í við hækkun húsaleigu

Þrátt fyrir 13,8% hækkun húsnæðisbóta um áramótin ofan á 10,0% hækkun síðasta sumar eru grunnbæturnar aðeins 765 kr. hærri á föstu verðlagi í dag en þær voru í ársbyrjun 2017. Og ljóst er að bæturnar munu brenna hraðar upp núna vegna meiri verðbólgu. Jafnvel þótt bjartsýn verðbólguspá, sem lá til grundvallar kjarasamninga Starfsgreinasambandsins, gangi eftir munu verðmæti grunnbóta skerðast á 2.300 kr. á árinu. Og hátt í 5.000 kr. ef verðbólgan lækkar ekki á árinu.

Hér er miðað við almennt verðlag. Sé miðað við vísitölu leiguverðs þá eru grunnbæturnar nú 3.330 kr. lægri en þær voru í ársbyrjun 2017. Grunnbæturnar eru hámarksbætur einstaklings. Munurinn hjá fjögurra manna fjölskyldu er 5.586 kr. á mánuði, rétt rúmlega 67 þús. kr. á ári. Miðað við verðbólguspár gæti þessi upphæð jafngilt 112 þús. kr. á ári og 145 þús. kr. ef verðbólgan gengur ekki niður.

Húsnæðisbætur hækkuðu ekkert fyrstu þrjú ár ríkisstjórnarinnar og aðeins lítillega fjórða árið og ekkert það fimmta. Það var ekki fyrr en í sumar og um áramótin sem ríkisstjórnin hækkaði bæturnar. Líklega má tengja þetta starfi Samtaka leigjenda, en starf þeirra lá niðri fram undir áramótin 2021/22.

Ef við reiknum upp bæturnar frá 2017 hafa einstaklingar fengið 364 þús. kr. minna í bætur frá þeim tíma til ársloka 2023, en þeir hefði fengið ef bæturnar héldu verðgildi sínu. Munurinn hjá fjögurra manna fjölskyldu er 610 þús. kr.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí