Ísland og Nýja-Sjáland í ruslflokki

Réttarstaða leigjenda á Íslandi er í algerum ruslflokki samkvæmt nýlegri greiningu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Fær Ísland falleinkun af verri gerðinni eða einkunina 1,4 af 10 mögulegum. Einungis Nýja-sjáland, Bretland og Ísraelar fá verri einkun. Þess ber þó að geta að Bretar reka umfangsmikið félagslegt húsnæðiskerfi, það gera Íslendingar og Ný-sjálendingar hinsvegar ekki og skipa sér þar með í lítinn hóp þjóða sem má segja að sýni leigjendum sjaldgæfa tegund andúðar, en þar eru einstæðir foreldrar, lágtekjufólk og innflytjendur í miklum meirihluta.

OECD birti þessa skýrslu byggða á niðurstöðum rannsóknar á húsaleigulögum og vernd leigjenda hjá aðildarríkjunum í lok árs 2021. En í henni er farið yfir þá þætti sem snúa að öryggi og réttarstöðu leigjenda. Nú nýlega birti svo stofnunin línurit yfir einkunnagjöf, byggða á áðurnefndri rannsókn. Einkunagjöfin nær til verndar fyrir leigjendur gagnvart óhóflegri húsaleigu við upphaf leigusamnings og rétt leigusalans til hækkana á húsaleigu.

Meðaleinkun aðildarríkjanna er samkvæmt skýrslunni 4,3 eða rúmlega þrefalt hærri en einkun Íslands. Í rannsókninni var einnig litið til annarra þátta svo sem lengd leigusamninga, stöðu leigusalans gagnvart leigjanda, gæði húsnæðis og stuðningur stjórnvalda. Hvaða atriði það voru sem vógu mest í þeirri niðurlægjandi staðreynd að einkunagjöfin reynist svo lág er ekki vitað. Það er hinsvegar ljóst að stjórnvöld hafa eftirlátið leigusölum sjálftöku og markaðnum um framfylgd húsnæðismála sem birtist með þessum árángri.

Í haust kom svo skýrsla frá sömu stofnun sem sýndi að íþyngjandi húsnæðiskostnaður leigjenda á Íslandi er sá fimmti hæsti af aðildarríkjunum og er hann töluvert meiri hjá íslendingum en hjá bretum, ný-sjálendingum og Ísraelum. Það má því segja að íslenskur leigumarkaður sé verstur af þeim verstu. Íslenskur leigumarkaður er samkvæmt þessum niðurstöðum OECD í algerum ruslflokki og á varla heima í samanburði við önnur aðildarríki OECD.

Í fyrra lofaði innviðaráðherra því að til stæði að endurskoða húsaleigulögin, en það hefur staðið til frá haustinu 2018. Ekkert ber hinsvegar á umræðu um að slík vinna standi yfir þrátt fyrir fullkomnar falleinkanir ár eftir ár.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí