Kröfur Eflingar duga fæstum til framfærslu

Þótt Samtök atvinnulífsins myndu ganga að öllum kröfum Eflingar samkvæmt lokatilboði félagsins myndi það ekki tryggja öllu félagsfólki tekjur sem dygðu fyrir framfærslu samkvæmt viðmiðun Umboðsmanns skuldara og meðalleigu á 50 fm. íbúð. Svo lág eru lág laun á Íslandi. Og framfærslan há. Og staðan yrði auðvitað enn verri ef Efling gengi að þeim samningi sem Starfsgreinasambandið gerði.

Launatafla Eflingar yrði svona ef gengið yrði að kröfum félagsins. Þetta er launataflan að viðbættri 15 þús. kr. framfærsluuppbót.

Launa-
flokkur
Byrjun18 mán3 ár5 ár
4422.235436.257439.351442.598
5424.568438.614441.743445.038
6426.914440.984444.148447.491
7429.275443.367446.568449.959
8431.648445.765449.001452.441
9434.036448.176451.449454.938
10436.437450.602453.911457.449
11438.853453.041456.387459.975
12441.282455.495458.877462.515
13443.725457.963461.382465.070
14446.183460.445463.902467.640
15448.655462.941466.436470.224
16451.141465.453468.984472.824
17453.642467.978471.548475.439
18456.157470.518474.126478.069
19458.687473.073476.720480.714
20461.231475.643479.328483.374
21463.790478.228481.951486.050
22466.364480.828484.590488.742
23468.953483.443487.244491.449
24471.557486.072489.914494.172

Eins og sjá má fara launin aldrei yfir 500 þús. kr. Meðallaun fyrir dagvinnu árið 2021 voru 659 þús. kr. sem ætla má að séu í dag 724 þús. kr. sé miðað við launavísitölu. Lægstu laun samkvæmt kröfu Eflingar væru 58% af meðallaunum í landinu og hæstu launin 68% af meðallaunum.

Verkafólkið væri þá aldrei ofar í launastiganum en nokkuð undir þeim fjórðungi sem hefur lægstu laun á landinu.

En fólk fær ekki laun sín í vasann. Áður en að því kemur tekur skatturinn sitt, lífeyrissjóðurinn sitt og stéttarfélagið sitt. Svona lítur launataflan út þegar búið er að borga skatta og gjöld:

Launa-
flokkur
Byrjun18 mán3 ár5 ár
4334.574343.703345.718347.832
5336.093345.238347.275349.420
6337.620346.781348.841351.017
7339.157348.332350.416352.624
8340.702349.894352.001354.240
9342.257351.463353.594355.866
10343.820353.043355.197357.501
11345.393354.631356.809359.146
12346.975356.229358.431360.799
13348.565357.836360.062362.463
14350.166359.452361.702364.136
15351.775361.077363.352365.818
16353.394362.712365.011367.511
17355.022364.356366.680369.214
18356.660366.010368.359370.926
19358.307367.673370.048372.648
20359.963369.347371.746374.380
21361.629371.030373.454376.122
22363.305372.722375.172377.875
23364.991374.425376.900379.638
24366.686376.137378.638381.411

Þau sem eru með lægstu launin borga 16,1% í skatt auk 4% í lífeyrissjóð og 0,7% til stéttarfélags. Þau sem eru með hæstu launin 18,1% launa sinna í skatt og svo það sama í lífeyrissjóð og til verkalýðsfélags. Þetta eru há hlutföll, sérstaklega í ljósi þess að þetta er fólk sem er að berjast við að eiga fyrir mat. Til samanburðar borgar auðugasta fólk landsins 22% í fjármagnstekjuskatt.

Umboðsmaður skuldara birtir framfærsluviðmið sem notuð eru til að meta greiðslugetu fólks. Viðmiðin eru mat Umboðsmanns á hvað einstaklingar og fjölskyldur þurfa að borga fyrir fæði, klæði, ferðir, samskipti, tómstundir, læknisþjónustu og aðra þjónustu. Síðast voru þessi viðmið uppfærð síðast liðið sumar. Ef við framreiknum þau í takt við verðbreytingar undirvísitalna neysluvísitölunnar þá er þessu grunn-framfærslukostnaðar í dag rétt tæplega 200 þús. kr.

Þegar við tökum þetta af fólkinu í Eflingu sjáum við hvað það hefur upp í húsaleigu, rafmagn, hita, hússjóð og tryggingar. Ef gengið yrði að öllum kröfum Eflingar yrði staðan á þessu stigi þessi:

Launa-
flokkur
Byrjun18 mán3 ár5 ár
4134.596143.725145.740147.854
5136.115145.260147.297149.442
6137.642146.803148.863151.039
7139.179148.354150.438152.646
8140.724149.916152.023154.262
9142.279151.485153.616155.888
10143.842153.065155.219157.523
11145.415154.653156.831159.168
12146.997156.251158.453160.821
13148.587157.858160.084162.485
14150.188159.474161.724164.158
15151.797161.099163.374165.840
16153.416162.734165.033167.533
17155.044164.378166.702169.236
18156.682166.032168.381170.948
19158.329167.695170.070172.670
20159.985169.369171.768174.402
21161.651171.052173.476176.144
22163.327172.744175.194177.897
23165.013174.447176.922179.660
24166.708176.159178.660181.433

Þetta er það sem fólkið hefur áður en það kemur út á leigumarkaðinn. Þessi upphæð þarf að duga fyrir húsaleigu, rafmagni, hita, hússjóði og tryggingum, sem Umboðsmaður skuldara reiknar ekki inn í framfærslu sína.

Í sumar var meðalverð á 50 fm. íbúð um 175 þús. kr. Áætla mátti að rafmagn, hiti og hússjóður væri um 12.500 kr. fyrir þessa íbúð og tryggingar 4.000 kr. Samtals var þessi kostnaður 191.500 kr. sem gerir rúmlega 198 þús. kr. á verðlagi dagsins.

Á móti þessum kostnaði koma húsnæðisbætur sem eru fyrir einstakling að hámarki 40.633 kr. á mánuði. Bæturnar skerðast fljótt, fólk þarf aðeins að hafa rétt rúmlega lágmarkslaun svo að klippt sé af þeim. Miðað við kröfur Eflingar fengi fólkið á lægstu töxtunum fullar bætur en flestir þyrftu að þola einhverja skerðingar. Fólkið í hæsta aldursflokki efsta launaflokks fengi 34.468 kr. í húsnæðisbætur, væri skert um rúmar 6 þús. kr.

En staðan væri þá þessi þegar búið væri að borga húsnæðiskostnað og tryggingar og sækja húsnæðisbætur:

Launa-
flokka
Byrjun18 mán3 ár5 ár
4-23.174-14.045-12.165-10.408
5-21.655-12.564-10.871-9.088
6-20.128-11.281-9.569-7.760
7-18.591-9.992-8.260-6.425
8-17.046-8.694-6.943-5.082
9-15.491-7.390-5.619-3.731
10-13.928-6.077-4.287-2.372
11-12.434-4.757-2.947-1.006
12-11.120-3.430-1.600369
13-9.798-2.094-2441.751
14-8.468-7511.1193.142
15-7.1315992.4904.540
16-5.7851.9583.8695.947
17-4.4323.3255.2567.362
18-3.0714.6996.6518.785
19-1.7026.0828.05510.216
20-3267.4729.46611.655
211.0598.87110.88513.103
222.45110.27812.31314.560
233.85211.69313.74916.024
245.26113.11515.19417.498

Þarna kemur vel fram hversu illa láglaunafólk á landinu stendur. Þótt við höfum tekið hér kröfur þess sjálfs er það ekki fyrr en í 21. launaflokk sem fólk á fyrir lágmarksframfærslu. Þau sem eru í 14. launaflokki eru undir yfirborðinu þótt þau hafi starfað í 18 mánuði hjá sama fyrirtæki. Munurinn er ekki mikill þegar fólk hefur starfað í 3 ár hjá fyrirtækinu, þá eru þau í 13. launaflokki og neðar í mínus. Og eftir 5 ár á fólk í 11. launaflokki og neðar ekki fyrir framfærslu sinni.

Og þetta er ekki það sem fólk fær í dag, heldur það sem fólkið var að biðja þau um sem kaupa af þeim vinnuna. Og það fólk sagði: Nei.

Þetta er náttúrlega sorglegra en tárum taki. Að fólk sem vinnur fulla vinnu skuli ekki geta framfleytt sér. Til að ná því þarf fólkið að ganga á frítíma sinn eða svefn. Og eins og við vitum dregur það dilk á eftir sér. Aukin tíðni örorku á seinni hluta starfsævi erfiðisvinnufólks sýnir þetta vel. Hún er afleiðing vinnuþrælkunar annars vegar og hins vegar afkomukvíða sem tilheyrir fátæktinni.

En ef þetta eru óskirnar, hver er þá raunveruleikinn? Við skulum ekki skoða núverandi taxta Eflingar heldur launatöflu samkvæmt nýgerðum kjarasamningum Starfsgreinasambandsins. Sem Samtök atvinnulífsins segja að sé lokatilboð sitt, að meira vilji eigendur fyrirtækja ekki borga starfsfólki sínu.

Lokatafla SGS lítur svona út, þegar verkafólkið er búið að borga skatta og gjöld, framfærslu samkvæmt mati Umboðsmanns skuldara, tryggingar og húsnæðiskostnað miðað við meðalverð á 50 ferm. leiguíbúð.

Launa-
flokkur
Byrjun1 ár3 ár5 ár
4-36.196-33.577-29.609-24.240
5-34.677-32.043-28.052-22.652
6-33.149-30.500-26.486-21.054
7-31.612-28.948-24.910-19.447
8-30.067-27.387-23.327-17.831
9-28.512-25.817-21.733-15.635
10-26.949-24.238-18.896-14.276
11-25.376-22.649-17.556-12.909
12-23.795-19.662-16.209-11.535
13-22.204-18.327-14.854-10.153
14-20.604-16.984-13.490-8.762
15-18.994-15.633-12.119-7.364
16-17.376-14.274-10.740-5.957
17-15.254-12.907-9.353-4.542
18-13.893-11.533-7.958-3.119
19-12.524-10.150-6.554-1.688
20-11.148-8.760-5.143-248
21-9.763-7.362-3.7241.200
22-8.370-5.955-2.2962.656
23-6.969-4.540-8604.121
24-5.560-3.1175855.594

Þarna er aðeins fólkið sem hefur starfað lengur en fimm ár hjá sama fyrirtækinu og er í 21. launaflokki eða ofar sem hefur efni á lífinu. Og svo þau sem eru í efsta flokki og hafa starfað í 3 ár.

Þetta er náttúrlega algjör hryllingur, að markmiðið sé að 45 þúsund manns innan SGS með Eflingu meðtalinni starfi á þessum kjörum. Í landi sem er meðal allra auðugustu samfélaga í heimi.

Sá sem er hissa á að láglaunafólk sé að undirbúa verkföll til að ná fram kröfum sínum og til að minna á mikilvægi sitt, sér einfaldlega ekki nógu langt niður launastigann til að skilja veruleika verkafólks í dag. Því miður er það einmitt fólkið sem stjórnar umræðunni, fólk sem er vel yfir meðaltalinu í launastiganum. Það fólk fjallar mikið um kjarabaráttu láglaunafólks en aldrei um kjör þess.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí