Krónan lækkar enn gagnvart evru

Íslenska krónan heldur áfram að lækka gagnvart evru. Hún hefur lækkað um 9,8% frá í haust og þar af um 1,8% það sem af er þessu ári. Þetta bætir hag útflutningsgreina, hækkar verð á fisk og áli í krónum talið. Hefur þegar bætt hag þessara fyrirtækja langt umfram aukinn kostnað vegna launahækkana samkvæmt kjarasamningum Starfsgreinasambandsins. Á sama tíma hækkar lækkun krónunnar innfluttar vörur. Þumalputtareglan er að 10% lækkun gengis leiði til 4% hækkun verðlags.

Krónan lækkar líka gagnvart breska pundinu, þrátt fyrir efnahagsþrengingar þarlendis. Krónan er nú 9,3% verðminni gagnvart pundinu en hún var í haust. Þar af hefur krónan lækkað um 2,7% á þessu ári. Bretland er mikilvægt viðskiptaland Íslendinga, þótt það vegi ekki jafn þungt og evrusvæðið. Pundið skiptir ferðaþjónustuna miklu máli, en lækkun krónunnar veldur því að Ísland verður ódýrara frá Evrusvæðinu og Bretlandi séð. Og breskir ferðamenn hafa verið hér fjölmennir. Lækkun krónu ætti því að fjölga ferðamönnum.

Á sama tíma er íslenskan krónan á sama verði gagnvart dollar og var í haust.

Þessar gengisbreytingar færa í raun fé frá almenningi, sem tapar kaupmætti vegna hækkunar vöruverðs, til eigenda fyrirtækja í útflutningi og samkeppnisgreinum, sem fá fleiri krónur fyrir vörur sínar og þjónustu. Og geta því auðveldar borgað allan innlendan kostnað.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí