Krónan lækkar enn gagnvart evru

Íslenska krónan heldur áfram að lækka gagnvart evru. Hún hefur lækkað um 9,8% frá í haust og þar af um 1,8% það sem af er þessu ári. Þetta bætir hag útflutningsgreina, hækkar verð á fisk og áli í krónum talið. Hefur þegar bætt hag þessara fyrirtækja langt umfram aukinn kostnað vegna launahækkana samkvæmt kjarasamningum Starfsgreinasambandsins. Á sama tíma hækkar lækkun krónunnar innfluttar vörur. Þumalputtareglan er að 10% lækkun gengis leiði til 4% hækkun verðlags.

Krónan lækkar líka gagnvart breska pundinu, þrátt fyrir efnahagsþrengingar þarlendis. Krónan er nú 9,3% verðminni gagnvart pundinu en hún var í haust. Þar af hefur krónan lækkað um 2,7% á þessu ári. Bretland er mikilvægt viðskiptaland Íslendinga, þótt það vegi ekki jafn þungt og evrusvæðið. Pundið skiptir ferðaþjónustuna miklu máli, en lækkun krónunnar veldur því að Ísland verður ódýrara frá Evrusvæðinu og Bretlandi séð. Og breskir ferðamenn hafa verið hér fjölmennir. Lækkun krónu ætti því að fjölga ferðamönnum.

Á sama tíma er íslenskan krónan á sama verði gagnvart dollar og var í haust.

Þessar gengisbreytingar færa í raun fé frá almenningi, sem tapar kaupmætti vegna hækkunar vöruverðs, til eigenda fyrirtækja í útflutningi og samkeppnisgreinum, sem fá fleiri krónur fyrir vörur sínar og þjónustu. Og geta því auðveldar borgað allan innlendan kostnað.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí