Lágmarkslaun allt að 31% hærri í Noregi en á Íslandi

Það eru ekki í gildi opinber almenn lágmarkslaun í Noregi eins og tíðkast í mörgum löndum. Ríkisvaldið gefur þó út lágmarkslaun í nokkrum atvinnugreinum, einkum til að vernda erlent verkafólk sem oft verður fórnarlömb svikulla fyrirtækjaeigenda. Þegar þessi lágmarkslaun eru borin saman við nýgerða kjarasamninga Starfsgreinasambandsins sést að lágmarkslaun í Noregi eru frá 11% og upp í 31% hærri en hérlendis.

Þessi varúðar-lágmarkslaun í Noregi voru hækkuð um miðjan desember. Hækkunin var aðeins 4,6% á sama tíma og verðbólgan er 5,9% í Noregi. Hækkunin er undir verðbólgunni þar sem reiknað er með að verðbólgan gangi hratt niður þegar áhrif hækkunar orkuverðs fjarar út.

Áður en við berum saman launin er rétt að benda á að almennt verðlag er tæplega 5% hærra á Íslandi en í Noregi. Laun ættu því að vera 5% hærri á Íslandi en í Noregi.

Matur, áfengi og tóbak, bílar, samskipti, tómstundir og veitingahús eru dýrari í Noregi en á Íslandi. En á móti kemur að föt, húsbúnaður, almenningssamgöngur, en einkum húsnæðið, eru dýrari á Íslandi.

En berum saman lágmarkslaunin:

Bygginga-
verkafólk
NOK
á klst
ISK
á klst
Á mánSGSMunur
Byrjun198,302.861495.910406.91422%
Eftir 1 ár216,003.116540.174410.98431%

Þarna er mesti munurinn. Ófaglært starfsfólk í byggingariðnaði eftir eitt ár fær rúmlega 129 þús. kr. meira í Noregi en á Íslandi. Eftir skatta, lífeyrissjóð og félagsgjöld væru þetta rúmlega 77 þús. kr. Og ef við tökum tillit til hærra verðlags á Íslandi þá jafngildir það um 81 þús. kr. Það er 25% hærra en fólk fær útborgað í dag.

Fiskverkafólk fær líka mun hærri laun í Noregi. Þetta eru lágmarkslaunin með taxta SGS til samanburðar:

Fisk-
verkafólk
NOK
á klst
ISK
á klst
Á mánSGSMunur
Sérþjálfað213,783.084534.622414.03629%
Ófaglært199,782.882499.611404.56823%

Þarna munar tæplega 127 þús. kr. á mánuði. Fyrirtæki Samherja greiða sérþjálfuðu starfsfólki 1,5 m.kr. minna á ári á Dalvík en í Honningsvåg í Noregi.

Munurinn er hins vegar minni þegar kemur að bílstjórum:

Bíl-
stjórar
NOK
á klst
ISK
á klst
Á mánSGSMunur
Vörur196,502.835491.408416.43718%
Fólk194,122.801485.456433.64212%

En munurinn er hins vegar mikill hjá ræstingarfólki en lítill hjá starfsfólki á hótelum og veitingahúsum:

AnnaðNOK
á klst
ISK
á klst
Á mánSGSMunur
Hótel179,942.596449.995404.56811%
Ræsting204,542.951511.515406.91426%

Hér má lesa um lágmarkslaun í Noregi: Minstelønn

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí