Lágmarkslaun allt að 31% hærri í Noregi en á Íslandi

Það eru ekki í gildi opinber almenn lágmarkslaun í Noregi eins og tíðkast í mörgum löndum. Ríkisvaldið gefur þó út lágmarkslaun í nokkrum atvinnugreinum, einkum til að vernda erlent verkafólk sem oft verður fórnarlömb svikulla fyrirtækjaeigenda. Þegar þessi lágmarkslaun eru borin saman við nýgerða kjarasamninga Starfsgreinasambandsins sést að lágmarkslaun í Noregi eru frá 11% og upp í 31% hærri en hérlendis.

Þessi varúðar-lágmarkslaun í Noregi voru hækkuð um miðjan desember. Hækkunin var aðeins 4,6% á sama tíma og verðbólgan er 5,9% í Noregi. Hækkunin er undir verðbólgunni þar sem reiknað er með að verðbólgan gangi hratt niður þegar áhrif hækkunar orkuverðs fjarar út.

Áður en við berum saman launin er rétt að benda á að almennt verðlag er tæplega 5% hærra á Íslandi en í Noregi. Laun ættu því að vera 5% hærri á Íslandi en í Noregi.

Matur, áfengi og tóbak, bílar, samskipti, tómstundir og veitingahús eru dýrari í Noregi en á Íslandi. En á móti kemur að föt, húsbúnaður, almenningssamgöngur, en einkum húsnæðið, eru dýrari á Íslandi.

En berum saman lágmarkslaunin:

Bygginga-
verkafólk
NOK
á klst
ISK
á klst
Á mánSGSMunur
Byrjun198,302.861495.910406.91422%
Eftir 1 ár216,003.116540.174410.98431%

Þarna er mesti munurinn. Ófaglært starfsfólk í byggingariðnaði eftir eitt ár fær rúmlega 129 þús. kr. meira í Noregi en á Íslandi. Eftir skatta, lífeyrissjóð og félagsgjöld væru þetta rúmlega 77 þús. kr. Og ef við tökum tillit til hærra verðlags á Íslandi þá jafngildir það um 81 þús. kr. Það er 25% hærra en fólk fær útborgað í dag.

Fiskverkafólk fær líka mun hærri laun í Noregi. Þetta eru lágmarkslaunin með taxta SGS til samanburðar:

Fisk-
verkafólk
NOK
á klst
ISK
á klst
Á mánSGSMunur
Sérþjálfað213,783.084534.622414.03629%
Ófaglært199,782.882499.611404.56823%

Þarna munar tæplega 127 þús. kr. á mánuði. Fyrirtæki Samherja greiða sérþjálfuðu starfsfólki 1,5 m.kr. minna á ári á Dalvík en í Honningsvåg í Noregi.

Munurinn er hins vegar minni þegar kemur að bílstjórum:

Bíl-
stjórar
NOK
á klst
ISK
á klst
Á mánSGSMunur
Vörur196,502.835491.408416.43718%
Fólk194,122.801485.456433.64212%

En munurinn er hins vegar mikill hjá ræstingarfólki en lítill hjá starfsfólki á hótelum og veitingahúsum:

AnnaðNOK
á klst
ISK
á klst
Á mánSGSMunur
Hótel179,942.596449.995404.56811%
Ræsting204,542.951511.515406.91426%

Hér má lesa um lágmarkslaun í Noregi: Minstelønn

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí