Mikil verðbólga á byggingarstað

Vísitala byggingarkostnaðar hækkar um 1,9% í þessum mánuði. Þetta er hækkun sem jafngildir 25,3% árshraða verðbólgu. Mestu ræður 3,2% hækkun launa, en þetta er fyrsti mánuðurinn þar sem launasamningarnir fyrir áramót koma að fullu inn. En laun eru aðeins 1/3 af byggingarvísitölunni. Annað en laun hækkar um rúm 0,8% sem jafngildir um 10,4% verðbólguhraða.

Það er því ekki svo að byggingarvísitalan auki fólki bjartsýni um lækkun verðbólgu. Einu slíku merkin er lækkun á söluverði sérbýlis og stöðnun í hækkun á íbúðum í fjölbýli. En sú mæling er ekki raunveruleg verðbólgumæling, mælir ekki hækkun vara og þjónustu sem fólk notar og neytir, heldur mæling á eignarverði.

Kulnun húsnæðismarkaðar mun draga úr hækkun neysluvísitölunnar íslensku þar sem sveiflur á fasteignamarkaður, það er eignamarkaður, vigtar um 1/5. En aðrar vísitölur sem mæla verðbreytingar á þjónustu, neysluvöru og öðru utan eignamarkaða, sýna ekkert lát á verðbólgunni.

Síðustu tólf mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 12,1%. Með nýgerðum samningum fer hækkun vinnunnar upp í 13,0% á síðustu tólf mánuðum. En á sama tíma hefur innflutt efni hækkað um 13,8%, meðal annars vegna veikingar krónunnar, og innlent efni um 12,0%. Vélar og tæki hafa hækkað um 10,9% á sama tíma.

Framundan er heilt ár án samningsbundinna launahækkana samkvæmt kjarasamningum. Það er því hætt við að verðbólgan muni éta hratt niður kaupmáttinn.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí