Rafmagns- og heitavatnslaust á Keflavíkurflugvelli

Á fjórða tímanum í dag varð rafmagnslaust á öllum Suðurnesjum vegna útleysinga á línu 1 og standa viðgerðir enn yfir.  Á Keflavíkurflugvelli er varaaflsstöð svo þar er rafmagn en hins vegar ekkert heitt vatn. Deilur um línu í jörð tefja framkvæmd á Suðurnesjalínu 2.

Rafmagnslaust varð á fjórða tímanum eftir að Suðurnesjalínu sló út en Landsnet á og rekur línuna. 

Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets segir að línan hafi fyrst leyst út um 15:12 í dag en með svokölluðum eyjarekstri hafi tekist að halda henni virkri í smá stund, en þá taka virkjanir á svæðinu yfir notkunina. Í þessu tilfelli var um að ræða Reykjanesvirkjun og Svartsengi.

Steinunn segir að viðgerðin sé hafin en erfitt sé að áætla hversu langan tíma hún taki.  Talið er að það hafi orðið bilun í eldingavara í tengivirkinu á Fitjum.  Ólíklegt sé að Suðurnesjamenn geti horft á landsleiks Íslands og Suður-Kóreu, sem hófst klukkan 17.

Keflavíkurflugvöllur er með rafmagn í gegnum varaaflsstöð og hefur því rafmagnsleysið lítil áhrif þar. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að varaaflsstöðin dugi lengi og hefur engar áhyggjur af rafmagnsleysi á vellinum hins vegar sé þó heitavatnslaust þar. 

Mikið hefur borið á lélegu ástandi innviða í vetur en bæði hefur komið upp vatnsskortur sem og orðið rafmagnslaust víða um land síðasta mánuðinn sem kemur sér illa í því mikla kuldaskeiði sem verið hefur. Suðurnesjalína 1, sem nú er óvirk, er eina tenging Suðurnesja við flutningskerfi Landsnets sem áformar að leggja nýja línu, Suðurnesjalínu 2, henni til viðbótar til að styrkja afhendingaröryggi svæðisins.  Framkvæmdin hefur þó tafist vegna andstöðu frá sveitarstjórn Voga, sem krefst þess að línan verði lögð í jörð.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí