Samtal um upphaf verkalýðsbaráttu

Í morgun var sendur út fyrsti þátturinn af Samtali á sunnudegi á Samstöðinni. Þetta eru þættir byggðir á formi sem Ævar Kjartansson þróaði á Ríkisútvarpinu og verða sendur út á sama tíma og þættir hans á sínum tíma.

Í þáttunum verða tekin fyrir ýmis málefni í syrpum. Við byrjum á verkalýðsbaráttu. Gunnar Smári Egilsson heldur utan um þættina en fær til liðs við sig sérfræðing til að leiða hverja syrpu. Í þáttunum um verkalýðsmál verður það Sigurður Pétursson sagnfræðingur sem leiðir samtalið.

Í hverjum þætti munu þeir fá einn gest til að ræða tiltekið sjónarhorn, tímabil og átakalínur. Í fyrsta þáttinn kom Þorleifur Friðriksson sagnfræðingur og sagði frá upphafi verkalýðsbaráttu á Íslandi, hverjar voru rætur hennar, baráttuaðferðir, markmið og árangur. Þeir ræða líka áhrif á verkalýðsbaráttunnar á stjórnmálin og öfugt, stöðu kvenna og karla og hvernig hinn réttlausi verkalýður náði smátt og smátt að hafa áhrif á samfélagið sem hann lifði innan.

Fylgist með á Samstöðinni kl. 9 á sunnudagsmorgnum. Þættirnir verða síðan aðgengilegir á vef Samstöðvarinnar, youtube og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí