Stuðningur við húsakaup ungs fólks dróst saman um 82%

Aðeins voru veitt 67 hlutdeildarlán í fyrra, en þeim er ætlað að auðvelda ungu fólki og fyrstu kaupendum að eignast íbúð. Árið 2021 voru 371 hlutdeildarlán veitt. Í fyrra varð því algjört hrun í þessum stuðningi, lánin voru aðeins 18% í fyrra af því sem var í hittifyrra.

Árið 2021 sóttu 627 um hlutdeildarlán. Sumir hættu við en öðrum var hafnað. 371 fengu lán eða 59% þeirra sem sóttu um.

2022 sóttu 146 um og 67 fengu lán. Sem gera 46%. Það sóttu því bæði færri um og færri af þeim sem sóttu um stóðust kröfur lánanna.

Það sem grefur undan þessu kerfi er hækkun söluverðs íbúða. Sú hækkun hefur sprengt öll viðmiðunarmörk svo það er erfitt að finna íbúð sem er nógu ódýr til að falla undir viðmið kerfisins.

Viðbrögð stjórnvalda hafa verið engin. Kerfið hefur einfaldlega verið láta fjara út.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun um þessi lán. Þar er hins vegar ekki fjallað um hrun kerfisins og hversu fáir fengu lán í fyrra en öll áhersla lögð á þau sem sluppu í gegn í fyrra en einkum í hittifyrra og árið það áður. Þetta er sammerkt öllu sem stofnunin sendir frá sér. Því er ætlað að mæra húsnæðisstefnu stjórnvalda en alls ekki benda á vankanta hennar.

Samkvæmt tilkynningunni var kaupverð eignanna sem lánin voru notuð til að kaupa um 40 m.kr. Það er erfitt að finna íbúðir á höfuðborgarsvæðinu á því verði í dag.

Myndin er af upphafi atriðis um húsnæðismarkaðinn í Áramótaskaupinu, sem fjallaði um ungt fólk sem býr heima hjá foreldrum sínum ásamt barni, fyrrverandi maka, erlendu verkafólki og fleirum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí