Umboðsmaður segir reglugerð Jóns geta stangast á við lög

Umboðsmaður Alþingis setur fram alvarlegar spurningar við innleiðingu Jóns Gunnarssonar á rafbyssum með reglugerð. Málið var til umræðu á opnum fundi allsherjar- og menntamálanefnd í morgun þar sem dómsmálaráðherra og fulltrúar ríkislögreglustjóra fór yfir málin.

Reglugerð Jóns um i innleiðingu rafbyssa tók gildi í gær en þingmenn og ráðherrar í ríkisstjórn hafa gagnrýnt samráðsleysið við innleiðinguna.

Skúli Magnússon umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir nánari upplýsingum og skýringum dómsmálaráðherra um breytingu á reglugerð um valdbeitingu og vopnaburð lögreglumanna.

Umboðsmaður lagði fyrir ráðherra fjórar spurningar í bréfi sem hann hefur frest til að svara fyrir 6. febrúar. Hann óskar eftir upplýsingar varðandi tímasetningar breytinganna og hvenær reglugerðin var send til birtingar í Stjórnartíðindum og hvort ríkislögreglustjóra hafi sérstaklega verið kynntar breytingarnar eða honum gefin fyrirmæli um undirbúning fyrir framkvæmdina. Þá spyr umboðsmaður hvort dómsmálaráðherra hafi verið kunnugt um afstöðu forsætisráðherra sem þegar hafði gefið út þær upplýsingar að þetta væri mál sem ríkisstjórnin þyrfti að ræða nánar.

Þá er Jóni gert að gera rökstyðja á hvaða grundvelli mat hans hafi farið fram sem leiddi til þessara stjórnvaldsfyrirmæla. Þar vísar umboðsmaður til stjórnsýslulaga sem segja að stefnumarkandi mál og þau sem feli í sér áherslubreytingar beri að leggja fyrir ríkisstjórnarfund. Einnig stjórnarskrána sem segiur að mikilvæg stjórnarmálefni skuli bera upp á ríkisstjórnarfundum.

Umboðsmaður kallar einnig eftir hverskyns gögnum sem geta varpað ljósi á málið en draga má þær ályktanir að honum hafi þótt það hafa farið grunsamlega hratt í gegnum kerfið.

Margrét Valdimarsdóttir dósent í afbrotafræði við Háskóla Íslands hefur sagt að notkun lögreglu á rafbyssum í nágrannalöndum okkar bendi til þess að þær hafi lítið að segja um öryggi almennra borgara og lögreglumanna á vakt eins og ráðherra fullyrðir.

Framlög til löggæslumála hafa minnkað með árunum og verið fækkun innan lögreglunnar þrátt fyrir gífurlegan fjölda ferðamanna og fjölgun þjóðarinnar. Árið 2007 voru 712 starfandi innan lögreglunnar en árið 2018 voru eftir 645 manns.

Erfitt er að finna talnagögn um stöðu löggæslunnar síðan þá. Margrét gagnrýnir einnig að skrásetningar og gagnaöflun um lögreglu sé ábótavant. Þá sé til dæmis engin leið að gera rannsóknir í kringum innleiðingu rafbyssa með fyrir og eftir rannsóknum eins og tíðkast í nágrannalöndum okkar þegar svona stórar ákvarðanir eru teknar. Hraðinn á þessu máli hafi verið allt of mikill til þess.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí