Vilja vita við hvern Aðalsteinn ræddi fyrir ákvörðun sína

Verkalýðsmál 27. jan 2023

Efling gerir kröfu um að fá upplýsingar um öll samskipti sem ríkissáttasemjari og starfsmenn embættisins hafa átt við deiluaðila og aðra sem varða samráð í tengslum við undirbúning og ákvarðanatöku um tillöguna. Efling neitar að afhenda ríkissáttasemjara félagaskrá sína.

Sólveig Anna Jónsdóttir ritaði í gær 26. janúar svar fyrir hönd Eflingar til ríkissáttasemjara vegna svokallaðrar miðlunartillögu og erindis embættisins um framkvæmd atkvæðagreiðslu.

Í svarinu segir meðal annars eftirfarandi: „Efling-stéttarfélag telur að ríkissáttasemjari hafi ekki fullnægt skilyrðum laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, og því sé ekki um að ræða lögmæta miðlunartillögu í skilningi laganna. Það sama á við um boðaða framkvæmd og fyrirkomulag atkvæðagreiðslunnar. Efling-stéttarfélag telur því nauðsynlegt að dómstólar leysi úr lögmæti aðgerða ríkissáttasemjara.“

Um krröfuna um samskipting segir: „Er m.a. óskað eftir að fá allar fyrirliggjandi skráningar um samskipti við þessa aðila á fundum, símleiðis, með smáskilaboðum, í tölvupósti, bréflega eða með öðrum hætti, sbr. 27. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.“

Hér má lesa bréfið: Bréf Eflingar til ríkissáttasemjara 26. janúar.

Að fengnum viðbrögðum frá ríkissáttasemjara ritaði Sólveig Anna aftur svar í morgun 27. janúar. Þar er óbreytt afstaða félagsins ítrekuð og erindi embættisins sagt ólögmætt og markleysa. Í lok svarbréfsins segir:

„Í tilefni af niðurlagi bréfs ríkissáttasemjara, sem sent var síðdegis í gær, er rétt að taka fram að réttur félagsfólks Eflingar-stéttarfélags felst fyrst og fremst í því að samninganefnd með lýðræðislegt umboð semji um kaup og kjör félagsmanna. Hinar ólögmætu aðgerðir ríkissáttasemjara hafa það markmið að svipta Eflingu-stéttarfélag og félagsmenn þess þeim grundvallarrétti.“

Bréf Eflingar til ríkissáttasemjara 27. janúar.

Stjórn Eflingar lýsti í gær vantrausti á ríkissáttasemjara. Félagið hafnaði lögmæti svonefndrar miðlunartillögu með yfirlýsingu fyrir hádegi í dag, og fordæmdi vinnubrögð ríkissáttasemjara.

Miðstjórn Alþýðusambandsins hefur gagnrýnt aðgerð ríkissáttasemjara og sagt að traust á hann hafi skaðast, sjá hér: ASÍ skorar á Aðalstein að draga miðlunartillöguna til baka. Í morgun kom yfirlýsing frá BSRB, BHM og KÍ, sjá hér: Sáttasemjari slær verkfallsvopnið úr höndum Eflingar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí