ASÍ harmar, Katrín bíður til fundar

Miðstjórn Alþýðusambandsins sendi frá sér ályktun í hádeginu sem ætla má að beinst hafi gegn mótmælum Eflingar fyrir utan ríkisstjórnarfund í Ráðherrabústaðnum. Mótmælin virtust þó ekki meira stuðandi en svo að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bauð forystu Eflingar inn í Ráðherrabústaðinn til fundar.

„Miðstjórn Alþýðusambands Íslands harmar neikvæða og ofstækiskennda orðræðu í tengslum við kjaraviðræður, nú síðast í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins og miðlunartillögu ríkissáttasemjara,“ segir í ályktun miðstjórnar.

Síðan segir: „Miðstjórn Alþýðusambandsins hvetur til stillingar og varar við því að kjaradeila, eðlilegur og viðtekinn framgangsmáti á vinnumarkaði, sé túlkuð á þann veg að réttmætt sé að ausa fúkyrðum og hatri yfir þau sem að þessum verkefnum koma. Alþýðusamband Íslands mun ávallt fordæma slíka framgöngu og hér eftir sem hingað til standa vörð um þau gildi lýðræðis og mannvirðingar sem liggja hreyfingu launafólks til grundvallar.“

Þessi ályktun virðist hafa sprottið af fréttaflutningi Morgunblaðsins af mótmælum Eflingarfólks fyrir utan Ráðherrabústaðinn, en á mbl.is er sagt að einn mótmælanda hafi kallað til Bjarna að hann væri rasisti. Í myndbandi með fréttinni heyrist fólk kalla að honum að hann ætti að skammast sín.

Eftir mótmælin fór forysta Eflingar inn í Ráðherrabústaðinn og átti fund með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.

Myndin er úr myndskeiði af Vísi þar sem Bjarni horfir yfir mótmælendur.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí