Auðlindarenta í sjávarútvegi var 56 milljarðar árið 2021

Auðvaldið 7. feb 2023

Hagstofan birti nýverið tölur um afkomu í sjávarútvegi fyrir árið 2021. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og tekjuskatt (EBITDA) jókst um 10 milljarða á árunum 2020-2021, eða úr 79 milljörðum árið 2020 í tæpa 89 milljarða árið 2021. Sem hlutfall af tekjum nam EBITDA 34,8%.

Mæld auðlindarenta í greininni jókst um 5,1 milljarð milli ára og var alls 56 milljarðar á árinu 2021. Auðlindarenta hefur því ekki mælst hærri í greininni frá árinu 2012 þegar hún var 58 milljarðar. Veiðigjald ársins 2021 var um 8 milljarðar eða um 14% af auðlindarentu.

Með auðlindarentu er átt við þá arðsemi sem verður til vegna þess að stjórnvöld hafa takmarkað aðgengi að auðlindinni, þ.e. með aflaheimildum. Auðlindarentan byggir á því að skoða þær tekjur sem til verða í starfseminni og draga frá kostnaðinn, þ.e. laun og aðföng en einnig svokallaða árgreiðslu sem tekur tillit til eðlilegrar arðsemi fjármagns vegna fjárfestinga í greininni. Sú arðsemi sem eftir stendur eftir kostnað eðlilega arðsemi fjármagns kallast auðlindarenta.

Eigið fé jókst um 100 milljarða

Í tölum Hagstofunnar er einnig að finna samantekt á efnahagsreikningum í sjávarútvegi. Alls námu heildareignir sjávarútvegsfyrirtækja 953 milljörðum í árslok 2021 og hafa aukist um 361 milljarða frá árinu 2015. Eigið fé nam 433 milljörðum á síðasta ári, þ.e. heildareignir að frádregnum skuldum, og jókst um 100 milljarða frá fyrra ári.

Grein af vef Alþýðusambandsins.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí