Enn hindra Íslandshótel verkfallsvörslu

Það er orðinn daglegur viðburður að verkfallsvörðum Eflingar sé meinaður aðgangur að Foss-hóteli við Bríetartún. Verkfallsverðir þurfa að bíða utan dyra um langa stund og þegar þeir reyna að sinna störfum sínum hringja yfirmenn Íslandshótela á lögregluna.

Margt bendir til að Íslandshótel stundi víðtæk og skipulögð verkfallsbrot. Verkfallsverðir Eflingar telja að hópur fólks sinni þrifum á hótelinu, enda er það enn fullt af ferðamönnum og augljóslega í fullum rekstri.

Í gær, sem fyrri daga, var verkfallsvörðum Eflingar meinaður inngangur í hótelið. Búið var að girða aðalinnganginn af með einskonar mótmælagrindum. Eins og áður mótmæltu Eflingarliðar því að fá ekki að sinna sínum störfum og það sem ætti að verða hefðbundin verkfallsvarsla breyttist í mótmælastöðu fyrir framan hótelið. Eflingarliðar réttu ferðafólki smáprent með hvatningu um að styðja verkfallsaðgerðir.

Eftir skamma stund kom hópur lögreglumanna á vettvang og stillti sér upp milli verkfallsvarða og hótelsins, eins og lögreglan væri í liði með hóteleigendum gegn verkafólkinu. Lögreglan reyndi meira að segja að handtaka einn verkfallsvörðinn fyrir að tala í gjallarhorn.

Að endingu var verkfallsvörðum hleypt inn undir gæslu lögreglu og starfsmanna hótelsins. Þá höfðu verkfallsbrjótarnir líklega lokið sér af inn á hótelinu eða falið sig.

Ábendingar um verkfallsbrot Íslandshótela hlaðast upp og verða kærð.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí