Forsætisráðherra aftur með innantóm loforð um leigubremsu

Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi hvergi talað um leigubremsu eða önnur slík úrræði til að styrkja stöðu leigjenda hefur forsætisráðherra aftur nefnt þetta sem eitt af úrræðum stjórnvalda sem liðka eigi fyrir kjaradeilum í viðtali á Vísir.is.

Ríkisstjórnin lofaði leigubremsu árið 2019 í aðgerðarpakka sem samið var um í lífskjarasamningunum. Þau loforð voru ekki efnd. Grænbók um húsnæðis- og mannvirkjamál kom út fyrr í mánuðinum og þar er hvergi talað um leigubremsu- eða þak. Grænbókinni til varnar þá er henni aðeins ætlað að „leggja grunn að stefnumótun og framtíðarsýn“.

Leigubremsan sem nú er nefnd væri aðeins möguleg útkoma á vinnu sem hefur enn ekki átt sér stað og byggir á skýrslu sem minnist hvergi á neins konar verðstýringu á leigumarkaði eins og tíðkast víðs vegar um allan heim, hvorki leiguþak, leigubremsu eða lög um að leigusamningar dragi úr tíðni á hækkunum.

Í grænbókinni kennir ýmissa grasa. Þar má til dæmis sjá að húsnæðisstuðningur á föstu verðlagi hefur ekki haldið í við fólksfjölgun, húsnæðiskostnað eða þjóðarframleiðslu.

En ofan á hrörnun stuðningskerfisins er einnig tilfærsla milli tekjuhópa. Tilfærslan er frá vaxtabótakerfinu sem nýtist hlutfallslega mest þeim tekjulægstu yfir í skattafríðindi ráðstöfun séreignarsparnaðar sem nýtist hlutfallslega frekar þeim tekjuhærri.

Í Kjarafréttum Eflingar janúar 2022 var varpað ljósi á rýrnun vaxtabótakerfisins.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí