Innhaldslausar stefnur og markmið gefa ekkert

Fjölbreytileiki 20. feb 2023

Guðrún Hildur Ragnarsdóttir hélt áhugavert erindi á málþingi Sameykis í síðust viku um fjölbreytileika á vinnumarkaði og inngildingu. Það felur í sér að stjórnendur geri sér grein fyrir fjölbreytileika fólks og það snýst að miklu leyti um tilfinningagreind. Þá þurfa stjórnendur einnig að geta greint að á vinnustöðum mætir fólk ýmsum hindrunum eftir stöðu, kyni, kynþætti, trúarbrögðum o.fl. þáttum sem þeir þurfa að vera meðvitaðir um til að skapa góðan vinnustað.

„Síðustu ár hafa litast af röð atburða sem hafa leitt af sér byltingar á borð við Metoo og Black Live Matters og hafa fræðimenn sett þessar byltingar í samhengi við kerfislæga þætti sem hafa ekki hjálpað þessum hópum heldur þvert á móti. Með því að rýna í af hverju þessar bylgjur fara af stað kemur í ljós að minnihlutahópar hafa ekki setið við sama borð í áratugi, jafnvel aldir, og ekki enn þann dag í dag. Tækifærin eru ekki þau sömu fyrir alla og hefur umræðan færst yfir í hvernig getum við skapað jöfn tækifæri fyrir alla. Vegna mikils upplýsingaflæðis og vegna þess að fólk er meira upplýst í dag en það var áður þá er fólk farið að gera auknar kröfur um að það sé hlustað á þessa hópa og þeim sinnt. Fólk sækir í auknum mæli í fyrirtæki og stofnanir þar sem öllum er vel tekið og fjölbreytileiki og inngilding er höfð að leiðarljósi. Slík stefna er í dag orðin krafa frá starfsfólki.“

Guðrún sagði að valdið sé hjá starfsfólki en ekki hjá stjórnendum. Krafa sé gerð um  heiðarleika og traust stjórnenda og að hugsað sé vel um alla. Taldi hún upp dæmi um stefnur og markmið hvernig vinnustaðir hefðu sett sér; að stjórnendur samanstandi jafnt af konum og körlum, hafi fjölbreyttan bakgrunn, að jafnt kynjahlutfall sé í starfshópnum, að innleidd sé jafnlaunastefna, að á vinnustaðnum séu minnihlutahópar þ.e. ólíkur menningarbakgrunnur. En, það er ekki nóg að setja sér innihaldsríkar stefnur og markmið á blað, þeim þarf að fylgja framkvæmd svo þær öðlist inngildingu og verði að raunveruleika.

„Þetta snýst ekki um að ráða fólk út frá fjölbreytileika eingöngu til að tikka í box, heldur að tryggja jafna þátttöku ólíkra hópa á vinnumarkaði, að allir fái tækifæri til að taka þátt á vinnumarkaði. Staðreyndir er sú að samkvæmt könnun Expedia á íslenskum vinnumarkaði kemur í ljós, að einn af hverjum fjórum finnst vera út undan á vinnustað. 45 prósent inngildingar á vinnustað er ákvörðuð af yfirmanni, þeir sem bera „hvít“ íslensk nöfn fá helmingi fleiri boð um atvinnuviðtal en aðrir og 40 prósent meiri líkur er að karlmaður fái boð í atvinnuviðtal en kvenmaður og 80 prósent þeirra sem stunda ráðningar eru sammála um ómeðvitaða hlutdrægni (bias). Með óhlutdrægni þroskast vinnumarkaðurinn og það skapast meira traust og umhyggja fyrir fólki. Samfélagið verður betra á heildina litið.“

Frétt af vef Sameykis. Hægt er að horfa á málþimgi hér: Málþing Sameykis

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí