Grunar að hrottarnir hafi ráðist á sig því hann var með regnbogaband um hálsinn

Síðastliðinn þriðjudag var ráðist á ráðstefnugest Samtakanna ‘ 78 í miðborg Reykjavíkur. Gesturinn er talsvert slasaður, en tveir menn kýldu hann í andlitið og líkama, með þeim afleiðingum að tennur brotnuðu. Lögreglan segist rannsaka málið sem mögulegan hatursglæp. Í tilkynningu frá samtökunum var atvikinu lýst svo:

„Veist var að ráðstefnugestum á göngu í miðbæ Reykjavíkur á mánudag og í gærkvöld varð ráðstefnugestur fyrir líkamsárás. Kalla þurfti til lögreglu og sjúkrabíl og var einstaklingurinn fluttur á sjúkrahús. Líðan hans er eftir atvikum og áfallið er mikið fyrir alla gesti.“

Sjálfur telur gesturinn að hrottarnir hafi ráðist á sig vegna þess að hann var með hálsband líkt og sjá má hér fyrir ofan. Ásar á Íslandi, sem eru hagsmunasamtök eikynhneigðra og eirómantískra, greina frá því á Facebook:

„Við erum öll slegin yfir fréttum vikunnar. Ráðstefnugestur var á leið frá kvöldverði í tengslum við ráðstefnu LGBTI þegar á hann var ráðist, líklega vegna þess að hann var með svona regnbogaband um hálsinn eins og allir gestir ráðstefnunnar. Hann hlaut umtalsverða áverka og lá á sjúkrahúsi í tæpan sólarhring. Þriðjudagskvöld í Reykjavík sem á að heita örugg og hinseginvæn borg! Við í stjórn Ása á Íslandi sendum honum hlýjar batakveðjur og vonum að skræfurnar sem réðust á hann náist sem fyrst.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí