Þann 7. febrúar 2023 kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp úrskurð í tveimur af sex dómsmálum í Vaxtamálinu svokallaða. En það snýst um að Neytendasamtökin telja skilmála og framkvæmd vaxtaákvarðana velflestra lána með breytilegum vöxtum ganga gegn íslenskum lögum og þeim Evróputilskipunum sem lögin eru byggð á.
Arion banki var í héraði dæmdur sýkn saka, en Landsbankanum var gert að endurgreiða viðskiptavinum sínum á þriðja hundrað þúsund króna, auk dráttarvaxta og málskostnaðar. Þó dómur gegn Landsbankanum virðist við fyrstu sýn vel grundaður, er taumur bankans dreginn þegar kemur að endurútreikningi vaxtanna og bankanum gert að endurgreiða viðskiptavinum sínum lægstu mögulegu upphæð. Þá virðist dómur gegn Arion banka á misskilningi byggður en í úrskurðarorðum segir meðal annars að lánaskilmálar þurfi ekki að kveða á um forsendur vaxtabreytinga út í hörgul.
Fastlega má gera ráð fyrir að niðurstöðu Héraðsdóms verði áfrýjað til æðra dómsstigs í báðum málunum.
Dómana má nálgast hér:
Frétt af vef Neytendasamtakanna.