Launasumman dróst saman í fyrra þrátt fyrir 7% hagvöxt

Samkvæmt samantekt Hagstofunnar á svokallaðri launasummu, það er staðgreiðsluskilum á tekjuskatti, drógust launagreiðslur á mann saman á föstu verðlagi í fyrra. Þrátt fyrir að hagvöxtur hafi verið nálægt 7% og hagvöxtur á mann líklega um 3,8%. Ástæðan er að laun héldu ekki í við verðbólguna, ávinningur af hagvextinum rann fram hjá launafólki og rann til eigenda fyrirtækja.

Launasumma á mann á föstu verðlagi var aðeins 0,2% hærri í desember í fyrra en í sama mánuði árið á undan. Þrátt fyrir launahækkanir til um 80% launafólks á almennum markaði. Í nóvember hafði launasumman á mann dregist saman um 2,7% frá sama mánuði árið á undan. Ef ekki koma til miklar hækkanir til opinberra starfsmanna og Eflingarfólks eða almennt launaskrið til þeirra sem ekki fá laun samkvæmt taxta, má reikna með að verðgildi launasummunnar rýrni enn frekar á næstu mánuðum, enda verðbólga hér 9,9%.

Þegar þetta gerist, að laun halda ekki í við verðlag og alls ekki í við aukinn hagvöxt, eru það merki þess að fjármagns- og fyrirtækjaeigendur eru að stækka sína sneið á kostnað launafólks. Um þetta eru mörg merki. Fádæma góðæri er í rekstri fyrirtækja, vafasamt er að umsamdar launahækkanir verji laun fyrir mikilli verðbólgu og mörg dæmi eru um að fyrirtæki hækki verð á vöru og þjónustu langt umfram hækkun kostnaðar.

Í cóvid varð mikil tilfærsla auðs til þeirra sem mikið áttu. Á sama tíma voru æ fleiri sem ekki höfðu efni á að kaupa sér húsnæði, hinum eignalausu fjölgaði. Nú bendir margt til að í eftirleik cóvid flytjist ávinningurinn af endurræsingu efnahagslífsins mest til hinna ríku, renni fram hjá launafólki.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí