Leigja kalda stálgáma á verði yfir markaðsleigu

Leigan sem útigangsfólk er rukkað um er 87 þús. kr. í húsaleigu og 10 þús. kr. í svokallað húsgjald fyrir tæplega 25 fermetra íbúðagáma úti á Granda. Fermetraverðið er um 3.900 kr. sem er nokkuð yfir meðalverði á litlum íbúðum. Gámarnir voru án hita í vetur og eru langt frá því að geta talist góðir íverustaðir.

Heimsókn fréttastofu Stöðvar 2 til Péturs Geirs Óskarssonar, sem býr í einum af gámunum, vakti athygli. Pétur Geir lýsti hversu hrörlegar vistaverur þetta eru, kaldar og illa varðar fyrir ágengni veðurs og fólks.

Í fréttinni kom fram að útigangsfólkið er rukkað um tæplega 97 þús. kr. fyrir þessi hús, sem í reynd eru innréttaðir stálgámar. Það eru tæpar 3.900 kr. á fermetra, sem er um 7% umfram markaðsverð á litlum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu í dag. Gámarnir eru þó ekki samanburðarhæfir við venjulegar íbúðir, eru illa farnir, kaldir og óvistlegir.

Myndin er úr frétt Stöðvar 2. Pétur Geir sýnir Vésteini Erni Péturssyni fréttamanni hvernig hann býr.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí