Leiguverkföll vestanhafs, umbætur í Portúgal og árangur leigjenda í Þýskalandi.Leigjendasamtök um allan heim eru að berjast fyrir réttindum sínum, verja þann árangur sem áunnist hefur og sameinast í valdeflandi samstöðu sem hefur víðtæk áhrif.

Staða leigjenda í Bandaríkjunum hefur lengi verið sérstaklega slæm sem hefur leitt til þess að leiguverkföll eru algeng aðferð þeirra til að knýja fram umbætur og lægri húsaleigu. Leiguverkfallshefðin þar hefur leitt til þess að varaforseti Bandaríkjana hefur nýlega lagt fram frumvarp sem lögleiðir þessar aðgerðir leigjenda.

Leiguverkföll eru víða í Bandaríkjunum. Í Los Angeles eru leigjendur hjá fyrirtæki sem heitir K3 holdings komnir í leiguverkfall. K3 holdings sem á og rekur yfir 40 fjölbýlishús er sannkallaður hreysishrókur „slumlord“ ef marka má fjölmiðlaumfjöllun vestanhafs. Fyrirtækið sem rekur sína starfssemi að mestu leyti í þeim hverfum þar sem eru spænskumælandi íbúar reynir eftir megni að komast í hjá því að fara eftir húsaleigulögunum í borginni með því að þvinga íbúa til að yfirgefa heimili sín.

Í Los Angeles gilda þær reglur að leigusalar verða að borga leigjendum sem samsvara 3ja mánaða leigu og einn mánuð í grunnleigu ef hækkun á húsaleigu verður til þess að þeir þurfi að flytja sig um set. Töluvert hefur borið á því að leigusalar hafi frumkvæði af því að greiða leigjendum fyrir að flytja svo að þeir geti endurnýjað samninga með hærri leigu. Leigjendsamstökin berjast gegn þessum aðgerðum leigusalana sem og vanrækslu á viðhaldi sem þeir segja að sé gagngert notað til að fá leigjendur til að flytja sig um set. Leigjendasamtökin krefja að auki borgaryfirvöld í Los Angeles til að standa við kosningaloforð sem miða að því að bæta réttarstöðu leigjenda enn frekar.

Víðar vestanhafs eru leiguverkföll af svipuðum meiði.

Ríkisstjórn Portúgals hefur lagt fram nýtt húsnæðisfrumvarp sem inniheldur áætlanir um að hefja mikla húsnæðisuppbyygingu í landinu þar sem horft er sérstaklega til þess að byggja mikið af hagkvæmu húsnæði, berjast á móti spákaupmennsku og bæta réttarstöðu leigjenda. Að auki liggur fyrir þinginu merkilegt frumvarp ríkisstjórnarinnar um hvernig berjast megi gegn því að húsnæði standi autt eða sé nýtt í skammtímaleigu.

Einnig var sagt frá tillögum lávarðadeildar breska þingsins um að þrír fjórðu hlutar sérstaks innviðagjalds sem lagt er á stærri framkvæmdir verði nýttir í uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði.

Þjóðverjar standa á tímamótum nú þegar herferð leigjendasamtaka og verkalýðsfélaga hefur staðið yfir í tvö ár. Herferðin sem ber heitið Mietenstop eða “Leiguþak” er skipulögð af yfir hundrað og fjörutíum verkalýðsfélögum, leigjendasamtökum og öðrum félagsasamtökum hefur farið fram með ítrekuðum mótmælafundum og þrýstingi á stjórnvöld. Við þessi tímamót fagna aðstandendur herferðarinnar árangri sem felst í átaki í uppbyggingu húsnæðis og umbætum á húsaleigulögunum. Einnig er beðið í eftirvæntingu eftir því að ríkisstjórn Þýskalands hleypi úr vör frekari umbætum fyrir leigjendur sem skrifaðar eru í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar.

Margt fleira var rætt í þættinum sem má sjá hér í spilaranum að ofan.


Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí