Ólöf Helga og Agnieszka Ewa úr stjórn Eflingar

Ekkert framboð barst til stjórnar Eflingar þegar framboðsfrestur rann út í hádeginu fyrir utan lista sem trúnaðarráð samþykkti um daginn. Það verður því sjálfkjörið til stjórnar og Agnieszka Ewa Ziółkowska varaformaður og Ólöf Helga Adolfsdóttir ritari fara úr stjórn á aðalfundi eftir páska.

Á framboðslista trúnaðarráðsins er Þórir Jóhannesson varaformaður og Barbara Maria Sawka ritari stjórnar. Auk þeirra eru á listanum þau Bjartmar Freyr Jóhannesson, Guðmunda Valdís Helgadóttir, Hjörtur Birgir Jóhönnuson, Ian Phillip McDonald og Karla Esperanza Barralaga Ocon.

Agnieszka Ewa og Ólöf Helga hafa verið í virkri stjórnarandstöðu innan Eflingar gegn meirihluta baráttulista Sólveigar Önnu. Ólöf Helga lagði fram tillögu á þingi Alþýðusambandsins að fulltrúum Eflingar yrði vísað af þinginu. Hún hefur kært Eflingu fyrir félagsdóm og krefst þess að félagar í Eflingu fá að kjósa um miðlunartillögu Aðalsteins Leifssonar, sem líklega fellur úr gildi í kvöld en talið er að Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari sé með nýja miðlunartillögu í smíðum.

Agnieszka Ewa og Ólöf Helga voru kjörnar í stjórn Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í haust.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí