Ólöf Helga og Agnieszka Ewa úr stjórn Eflingar

Ekkert framboð barst til stjórnar Eflingar þegar framboðsfrestur rann út í hádeginu fyrir utan lista sem trúnaðarráð samþykkti um daginn. Það verður því sjálfkjörið til stjórnar og Agnieszka Ewa Ziółkowska varaformaður og Ólöf Helga Adolfsdóttir ritari fara úr stjórn á aðalfundi eftir páska.

Á framboðslista trúnaðarráðsins er Þórir Jóhannesson varaformaður og Barbara Maria Sawka ritari stjórnar. Auk þeirra eru á listanum þau Bjartmar Freyr Jóhannesson, Guðmunda Valdís Helgadóttir, Hjörtur Birgir Jóhönnuson, Ian Phillip McDonald og Karla Esperanza Barralaga Ocon.

Agnieszka Ewa og Ólöf Helga hafa verið í virkri stjórnarandstöðu innan Eflingar gegn meirihluta baráttulista Sólveigar Önnu. Ólöf Helga lagði fram tillögu á þingi Alþýðusambandsins að fulltrúum Eflingar yrði vísað af þinginu. Hún hefur kært Eflingu fyrir félagsdóm og krefst þess að félagar í Eflingu fá að kjósa um miðlunartillögu Aðalsteins Leifssonar, sem líklega fellur úr gildi í kvöld en talið er að Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari sé með nýja miðlunartillögu í smíðum.

Agnieszka Ewa og Ólöf Helga voru kjörnar í stjórn Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í haust.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí