Ólöf Helga stefnir ASÍ, SA og íslenska ríkinu

Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar og fyrrum formannsframbjóðandi í Eflingu, hefur stefnt Alþýðusambandi Íslands, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu fyrir félagsdóm fyrir að kosning um miðlunartillögu Aðalsteins Leifssonar, fyrrum sáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og SA, hafi ekki verið lögð undir atkvæði félagsmanna Eflingar.

Ólöf Helga vill að félagsdómur taki afstöðu til örlaga miðlunartillögunnar sem er enn til þótt hvorki hafi verið greidd um hana atkvæði né hún dregin til baka.

Lögmaður Ólafar Helgu er Hall­dór Kr. Þor­steins­son. Hann er sonur Láru V. Júlíusdóttur lögmanns, sem mikið hefur tjáð sig um kjaradeilu Eflingar og SA og ætíð spáð fyrir um að SA myndi vinna öll mál gegn Eflingu. Sem hefur ekki gengið eftir. Þorsteinn faðir Halldórs er síðan bróður Ástráðs Haraldssonar setts sáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og SA.

Það hefur komið til greina að Ástráður drægi miðlunartillögu forvera síns til baka, en úr þessu væri hann þá að eyðileggja málflutning bróðursonar síns. Svona er Íslands lítið. Eða sá hópur lögmanna sem hefur sinnir vinnurétti lítill og þröngur.

Í samtali við mbl.is sagði Halldór að óljóst væri hver staða miðlunartillögunnar væru. Ein túlkun er að þar sem til­lag­an var ekki felld verði hún að íguldi nýs kjara­samn­ing­sins á fimmtudaginn, þar sem í lögum segir að verkalýðsfélög hafi fjórar vikur til að samþykkja kjarasamninga en ef það sé ekki gert teljist samningurinn samþykktur. Þetta er sjónarmið sem Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður hefur haldið á lofti.

Önnur túlkun er að til­lag­an sé ónýt þar sem ekki hef­ur farið fram at­kvæðagreiðsla. Halldór bendir á að sátta­semj­ari hafi þó aldrei aft­ur­kallað til­lög­una. Þriðja túlkunin er síðan að til­lag­an flögri enn í loft­inu og þá sé spurn­ing hversu lang­an tíma aðilar hafi til að greiða at­kvæði um hana áður en að hún telst bind­andi.

Með því að stefna SA, ASÍ og ríkinu fyrir félagsdóm og krefjast þess að fá að kjósa um miðlunartillöguna er Ólöf Helga að ýta á afstöðu dómsins til tillögunnar, hvort hún sé á lífi og sé jafnvel við það að verða að kjarasamningi.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí