Tengdasonur Trump tapar fyrir leigjendum

Dómstólar í Maryland í Bandaríkjunum dæmdu fyrr í vikunni gjaldtökur leigufélagsins Westminster Management á hendur leigjendum ólöglegar. Hefur félagið sem er í eigu Jared Kushner tengdasonar Donalds Trump lagt fjölda gjalda á leigjendur um langt skeið. Hefur leigjendum til að mynda verið refsað með gjaldtöku fyrir að greiða leigu degi of seint, og þeir látnir borga ýmisskonar umboðs- og tilkynningagjöld. Hefur þessi ólöglega gjaldtaka orðið að hreinni gullnámu fyrir fyrirtækið.

“Þetta er fullnaðarsigur fyrir leigjendur” sagði Andy Freeman lögfræðingur sem fór fyrir hópmálssókn leigjenda. Þrátt fyrir að upphæðir þessara gjalda hafa verið tiltölulega lágar þá eru þær mjög íþyngjandi fyrir leigjendur segir hann, og “þá sérstaklega fyrir þær fjölskyldur sem ná ekki endum saman um hver mánaðarmót og þurfa að velja á milli þess að kaupa næringu fyrir börnin sín eða borga leiguna á réttum tíma”.

Er þetta þriðja málssóknin sem Westminster Management verður fyrir á undanförnum fimm árum. En í September síðastliðnum lauk dómsmáli sem saksóknari sýslunnar efndi til vegna vanrækslu og ólöglegrar gjaldtöku leigufélagsins. Var það dæmt til að greiða um hálfan milljarð til leigjenda í bætur, bæði til núverandi og fyrrverandi leigjenda. Leigufélagið var líka dæmt fyrir brot á neytendalögum í apríl 2021.

Var dómarinn í Maryland harðorður gagnvart leigufélaginu sem sagði að hegðun stjórnenda þess hafi skapað leigjendum mikið óöryggi, streitu, áhyggjum og álagi með atferli sínu. Forsvarsmenn leigufélagsins hafa greitt bæturnar en hafna öllum ásökunum um að hafa misnotað aðstöðu sína gagnvart leigjendum né að hafa brotið lög Baltimore fylkis.

Ákvörðun dómarans nú í vikunni gefur leigjendum annað tækifæri á að sækja frekari bætur til Westminster Management. Þó að hegðun leigufélagsins sé ekki lýsandi fyrir starfsemi allra leigufélaga eru þau nógu mörg sem níðast á varnarlausum leigjendum. Eru fleiri dómsmál á dagskrá sem líkur eru á að falli á sama veg. Leigjendasamtök í fylkinu sem hafa staðið þétt á bakvið íbúa leigufélagsins fagna þessum úrskurði.


Umfjöllun frá Baltimore Banner.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí