Vantar viðbrögð ríkisstjórnar við verbólgu og vöxtum

Hagfræðingar heildarsamtaka launafólks gagnrýna ríkisstjórnina fyrir að koma ekki með aðgerðir til að mæta lífskjarakrísu þeirra sem eru með minnstar tekjur, á leigumarkaði eða með mikla framfærslubyrði. Mæta þurfi áhrifum vaxtahækkana Seðlabankans sérstaklega gagnvart íbúðakaupendum, einkum þeim sem eru með lán á breytilegum óverðtryggðum vöxtum. Einn helsti vandinn við vaxtahækkanir Seðlabankans er að ríkið kemur ekki með aðgerðir á móti.

Þau settust við Rauða borðið þau Róbert Farestveit hagfræðingur ASÍ, Heiður Margrét Björnsdóttir, hagfæringur BSRB, og Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur BHM og fóru yfir stöðuna eftir vaxtahækkun Seðlabankans.

Hækkun stýrivaxta kom þeim ekki á óvart, en þeim fannst rökstuðningurinn sérstakur um að ástæða hækkunarinnar væri einna helst nýgerðir kjarasamningar. Þeir samningar voru gerðir til að raska ekki verðstöðugleika og Seðlabankinn lýsti yfir ánægju sinni með samningana eftir undirritun. Það sé því sérstakt að nú séu vextir hækkaðir vegna launahækkana, sem ákvarðaðar voru einmitt til að forðast vaxtahækkun.

Gagnrýni hagfræðinganna beindist þó meira að ríkisstjórninni. Annars vegar sökum skorts á aðgerðum sem beinast að tilteknum hópum: Barnafjölskyldum, einstæðum foreldrum, íbúðakaupendum, leigjendum og og öðrum hópum sem lífskjarakrísan bitnar harðast á. Almennar aðgerðir eiga ekki alltaf við og alls ekki núna. Nú sé mikilvægt að grípa þau sem verst hafa orðið fyrir verðbólgunni og ekki síst hækkun húsnæðiskostnaðar.

Hins vegar töluðu þau fyrir að ríkisvaldið gerði átak til að ýta undir samkeppni og verðlagseftirlit. Á Íslandi væru flestir markaðir fákeppnis- og einokunarmarkaðir þar sem samkeppni héldi ekki aftur að verðhækkunum. Staðan væri hins vegar sú að Samkeppniseftirlitið réði vart við að afgreiða samrunatilkynningar fyrirtækja og hefði ekki burði til að stunda sjálfstæðar rannsóknir. Og 10 m.kr. framlag ríkisstjórnarinnar til að auka verðlagseftirlit væri ákaflega léttvægt, hefði engin áhrif.

Og í þriðja lagi gagnrýnu þau ríkisstjórnina fyrir að reka ríkissjóð með miklum halla í miklum hagvexti. Vandinn væri ekki ríkisútgjöldin heldur að ekki væri aflað tekna til að standa undir þeim.

Heyra má og sjá viðtalið við þau Róbert, Heiði og Vilhjálm í spilaranum hér að ofan.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí