Verðbólga á leið upp á Íslandi en niður í Evrópu

Samkvæmt samræmdri vísitölu Evrópsku hagstofunnar fer verðbólgan lækkandi í Evrópska efnahagssvæðinu. Hún var 11,5% í október en mældist 10,0% í janúar. Í október var verðbólgan á Íslandi 6,4% en var komin í 8,1% í janúar. Ljóst er að bilið mun enn minnka i febrúar, en verðbólgan á Íslandi er miklu skriði á meðan hún dregst saman í Evrópu.

Samræmd neysluvísitala Evrópu tekur ekki mið af fasteignaverði eins og neysluvísitala Hagstofunnar. Hún mælir því raunverulegar breytingar á framfærslukostnaði, hefur ekki inn í sér hækkanir eða lækkanir á eignaverði.

Ef við horfum aftur fyrir Hrun hefur verðbólgan á Evrópska efnahagssvæðinu sveiflast svona (rautt strik) í samanburði við verðbólguna á Íslandi (blátt strik):

Þarna sjáum við að það er tiltölulega lítið að frétta í Evrópu fyrr en verðbólgan byrjar að hækka í cóvid og svo enn frekar eftir innrás rússneska hersins inn í Úkraínu. Toppnum virðist hins vegar vera náð og eftir október í haust byrjar að draga úr verðbólgu, þótt enn sé hún meiri en á Íslandi.

Bláa lína Íslands sýnir allskonar bólur og hrun. Fyrst rís verðbólgan þegar gengið féll í svokallaðri Íslandskreppu vorið 2006. Verðbólgan rís síðan eins og Everest í Hruninu, fyrst og fremst vegna hruns krónunnar. Verðbólgan jafnar sig síðan og eftir að innstreymi gjaldeyris komst á skrið í ferðamannabólunni lækkaði verðbólgan og varð minni en í Evrópu. Það varð meira að segja verðhjöðnun á tímabili þótt Íslendingar hafi ekki tekið eftir því þar sem opinber verðbólga hér hefur verðhækkanir á fasteignamarkaði inn í sér, hækkun á fasteignamarkaði vó upp verðhjöðnunina.

Við endann sjáum við að verðbólga á Íslandi jókst í cóvid og við innrásina í Úkraínu, en hægar en í Evrópu þar sem hækkun orkuverðs keyrði verðbólguna áfram. En þegar verðbólgan í Evrópu fer að lækka þá heldur hún áfram að hækka.

Og það er ekki hægt að spá öðru en að svo verði áfram. Hækkun neysluvísitölu Hagstofunnar í febrúar sýnir mikla hækkun þrátt fyrir að nú sé hún alls ekki keyrð áfram af bólu á fasteignamarkaði. Verðbólgan á Íslandi er fyrst og síðast þensluverðbólga, verðbólga keyrð áfram af spennu í hagkerfinu og tækifærum fyrirtækja til að skrúfa upp verð á vöru og þjónustu.

Hér má sjá verðbólguna í janúar í Evrópu samkvæmt samræmdri verðbólgumælingu evrópsku hagstofunnar:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí