Verðbólgan geisist áfram

Verðbólgan tók stökk í febrúar, samkvæmt mælingu Hagstofunnar á neysluvísitölunni. Vísitalan hækkar um 1,39% á einum mánuði og hefur ekki hækkað nema einu sinni meira síðan um mitt ár 2013. Hækkun síðustu tólf mánuði er komin í 10,2%. Og verðbólguhraðinn í febrúar jafngildir 18% verðbólgu á ársgrundvelli.

Þetta er mikil hækkun á þremur mánuðum. Í desember var verðbólguhraðinn 8,2%, fór í 10,7% í janúar og er nú kominn í 18,9%.

Nú er það ekki hækkun húsnæðisverðs sem keyrir vísitöluna áfram heldur almenn hækkun á flestum vörum. Og í janúar voru útsölur á ýmsum vörum sem koma nú inn með töluverða hækkun.

Þar vegur þyngst 8,7% hækkun húsgagna, heimilistækja og slíks. Ef við færum okkur aftur fyrir útsölurnar þá hefur þessi liður hækkað um 4,2% frá nóvember, sem jafngildir um 17,9% verðbólgu á ársgrunni.

Húsnæðisliðurinn hækkar um 0,25% sem jafngildir 3% verðbólguhraða. Þar inni er reiknuð húsaleiga, sem mælir fasteignaverð. Þar er hækkunin aðeins 0,1%, sem jafngildir 1,2% verðbólgu.

Fasteignaverð nemur rétt um fimmtungur af vísitölunni. Ef við reynum að meta verðbólguna á því sem eftir er þá er hækkunin á öðru en húsnæði 1,61% milli mánaða og verðbólguhraðinn kominn yfir 20%.

Verðbólgan nú er langt yfir forsendum fjárlaga og því sem var lagt til grundvallar kjarasamninga fyrir jól. Að óbreyttu mun verðbólga éta hátt í 10 þúsund krónur af verðmæti meðallauna, bara í þessum eina mánuði.

Frá því að iðnaðar- og verslunarmenn sömdu um almenna hækkun upp á 6,75%, það er á laun yfir lægstu taxta, hefur verðbólga étið 2,9% af þessari hækkun. Það gerðist á þremur mánuðum. 3,85% af launahækkuninni er eftir, en það eru tólf mánuðir eftir af samningstímanum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí