Svo gæti farið að í sumar verði hrundið af stað umfangsmesta verkfalli þessarar aldar í Bandaríkjunum. 350.000 UPS sendlar hafa boðað verkfall í lok júlí ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma.
Árið 2018 fóru nýir starfsmenn að rata á svokallaða 22.4 samninga þar sem kjörin eru lakari en hjá starfsmönnum með hærri starfsaldur, sveigjanleikinn minni og starfsmannavelta því há. Margir starfsmenn UPS vinna erfiðisvinnu í vöruhúsum við að flokka sendingar. Krafan er að leggja niður þetta nýtilkomna lægsta þrep og sameina kjör þeirra sem vinna sömu vinnu.
Áhugaverð líkindi eru með lélegum samningi UPS starfsmanna og miðlunartillögur Aðalsteins í deilu Eflingar og SA. Þó að starfsmenn hafi kosið gegn samningi var ákvæði um lágmarksþáttöku virkjað og samningnum þannig þröngvað upp á starfsmenn UPS án meirihlutasamþykkis. Notkun ákvæðisins kom flatt upp á starfsmenn UPS en hefur valdið straumhvörfum í skipulögðu starfi stéttarfélagsins.
Endurreisn stéttarbaráttu sendla og bílstjóra í bandaríkjunum er hluti af nýefldri stéttvitund. Meira ber á umræðu um kjarabaráttu verkafólks í Bandaríkjunum en áður. Þar má nefna baráttu starfsfólks tæknifyrirtækjanna Amazon og Tesla sem vinna erfiðustu störfin, sem og tilraunir til stofnunar stéttarfélaga hjá hinum ýmsu Starbucks kaffihúsum.