Versnandi afkoma ýtir fólki í gin okurlánara

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segist sjá afleiðingar versnandi afkomu tekjuminni heimila meðal annars í aukningu smálána, sem eru okurlán sem fólk getur síðan átt í mestu erfiðleikum með að vinna sig undan. Breki segir mörg dæmi að okurlánarar hafi tæmt bankareikninga fólks eftir útborgun svo fólk hafi ekki krónu eftir til að lifa út mánuðinn.

Breki efast um að bönkunum sé þetta heimilt. Það stenst ekki lög að okurlánara geti tekið allt af fólki og skilið það eftir á vonarvöl. Fólk á að vera verndað fyrir slíku. Þótt eignarétturinn sé vel varinn og kerfið styðji lánardrottna gagnvart skuldurum, þá á fólk líka að vera varið fyrir því að vera svipt möguleika á að geta brauðfætt sig.

Í viðtali við Rauða borðið benti Breki á mörg dæmi þessi hversu veik neytendavernd væri á Íslandi og sérstaklega gagnvart fjármálakerfinu. Það sjáist í þeim vaxtamálum sem Neytendasamtökin reka fyrir dómstólum, hversu illa gengur að fá bankana til að axla ábyrgð gagnvart netsvindli og líka gagnvart okurlánurum smálánafyrirtækjanna.

Eðlilegt væri að opinberir eftirlitsaðilar eins og neytendastofa eða fjármálaeftirlitið gætti að neytendavernd en þessar stofnanir geri það ekki. Þess vegna fer svo mikil orka, tími og fé Neytendasamtakanna í að glíma við fjármálakerfið, þar sem hver neytandi hefur mjög veika stöðu gagnvart valdi banka og fjármálastofnana.

Í viðtalinu, sem sjá má og heyra í spilaranum hér að ofan, fór Breki yfir dómsmál um neytendavernd og rétt neytenda á öllum dómstigum hér heima og einnig erlendis, og um afleiðingar versnandi afkomu tekjulægri heimila á verðbólgutímum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí