Öryggismyndavélar við leik- og grunnskóla í Reykjavík

Starfshópur um „öryggismál í skóla- og frístundastarfi“ kynnti tillögur sínar nýverið á ráðsfundi í Reykjavík. Þar er lagt er til að öryggismyndavélar verði settar upp í 15 grunnskólum og 9 leikskólum. Kostnaður við uppsetningu slíkra myndavéla myndi nema 26.5 milljónum króna.

Upphaflega var starfshópur skipaður á vegum borgarinnar sem tók til starfa árið 2019. Þar var kynnt skýrsla til að auka öryggi í skóla- og frístundastarfi. Í henni var mælt með að setja upp öryggismyndavélar utandyra við leikskóla, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar. Í grunnskólum þótti einnig ástæða til að hafa þær innandyra.

Annar starfshópur tók svo við og skilaði niðurstöðu í mars 2022 um kostnaðaráætlun slíkrar innleiðingar. Þar kom fram að kostnaður við uppsetningu öryggismyndavéla myndi í heildina kosta 26.5 milljónir króna. Flestir stjórnendur á leik- og grunnskólum telja þetta vera lausn til að „auka öryggi á sínum starfsstöðvum.“

Ekki er ólíklegt að gagnrýni vakni vegna þessara áætlana. Sjónarmið um persónuvernd vægju þar þungt og áhyggjur færast í aukanna vegna sífellt stækkandi eftirlitssamfélags á vesturlöndum. Auk þess hafa engin gögn sýnt fram á aukna ofbeldishegðun meðal ungmenna eða afbrot við skólabyggingar.

Skýrslu fyrri starfshóps um öryggismál í skóla- og frístundastarfi má sjá hér. Seinni skýrsluna má svo lesa með því að smella hér. Minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs birtist hér.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí