Öryggismyndavélar við leik- og grunnskóla í Reykjavík

Starfshópur um „öryggismál í skóla- og frístundastarfi“ kynnti tillögur sínar nýverið á ráðsfundi í Reykjavík. Þar er lagt er til að öryggismyndavélar verði settar upp í 15 grunnskólum og 9 leikskólum. Kostnaður við uppsetningu slíkra myndavéla myndi nema 26.5 milljónum króna.

Upphaflega var starfshópur skipaður á vegum borgarinnar sem tók til starfa árið 2019. Þar var kynnt skýrsla til að auka öryggi í skóla- og frístundastarfi. Í henni var mælt með að setja upp öryggismyndavélar utandyra við leikskóla, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar. Í grunnskólum þótti einnig ástæða til að hafa þær innandyra.

Annar starfshópur tók svo við og skilaði niðurstöðu í mars 2022 um kostnaðaráætlun slíkrar innleiðingar. Þar kom fram að kostnaður við uppsetningu öryggismyndavéla myndi í heildina kosta 26.5 milljónir króna. Flestir stjórnendur á leik- og grunnskólum telja þetta vera lausn til að „auka öryggi á sínum starfsstöðvum.“

Ekki er ólíklegt að gagnrýni vakni vegna þessara áætlana. Sjónarmið um persónuvernd vægju þar þungt og áhyggjur færast í aukanna vegna sífellt stækkandi eftirlitssamfélags á vesturlöndum. Auk þess hafa engin gögn sýnt fram á aukna ofbeldishegðun meðal ungmenna eða afbrot við skólabyggingar.

Skýrslu fyrri starfshóps um öryggismál í skóla- og frístundastarfi má sjá hér. Seinni skýrsluna má svo lesa með því að smella hér. Minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs birtist hér.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí