Vísitalan hvergi eins næm fyrir fasteignaverði

Húsnæði er stór hluti af neyslu allra — það kostar jú að hafa þak yfir höfuðið. Verkefni Hagstofunnar er að greina í sundur fjárfestingu og neyslu þó að þorri landsmanna hafi fjárfest í eigin húsnæði. Í flestum löndum er þetta verkefni leyst með því að líta einfaldlega til verðþróunar á leigumarkaði þar sem leiga endurspeglar vel neyslu húsnæðis.

Þrjú lönd styðjast ekki við leigumarkaðinn fyrir undirliðinn „reiknuð húsaleiga“ heldur nota frekar fasteignaverð sem grundvöll. Á Íslandi er fasteignaverð uppreiknað útfrá fasteignaverði í hverjum mánuði en í Svíþjóð og Kanada, hinum löndunum, er fasteignaverð reiknað tugi ár aftur í tíma og meðaltalið tekið. Þetta dregur þennan lið niður vegna þess að á tímum nýfrjálshyggju og óheftrar fjármálastarfsemi hefur fasteignaverð hækkað umfram annað verðlag.

Fasteignaverð hækkaði mikið þegar vextir voru lækkaðir í covid. Sú hækkun hefur ekki gengið til baka. Þetta útskýrir t.d. afhverju íslenska vísitalan sem er lögð til grundvallar ákvörðunum seðlabanka og verðtryggingu hefur verið hærri en samræmda mælingin. Húsnæðisliðurinn var allt að 40% af hækkunum 2020-2021.

Umræðan um aðferð Hagstofunnar hefur oft snúist um það hvort aðferðin sé lögmæt og hvort hún samræmist alþjóðlegum stöðlum. Ekki hefur enn verið svarað fyrir það afhverju fasteignaverð fær að rata beint, frá mánuði til mánuðs, inn í vísitöluna.

Heyra má og sjá yfirferð yfir málið í spilaranum hér að ofan.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí