Votlendissjóður gefst upp

Votlendissjóður hefur ákveðið að stöðva starfsemi tímabundið. Lagt var upp með að selja vottaðar kolefniseiningar til að fjármagna framræsingu votlendis en það krefst alþjóðlegrar vottunar sem hefur ekki fengist.

Á árinu 2022 tókst aðeins að endurheimta 79 hektara af votlendi en það er ekki nema einn þúsundasti af því sem talið var að hægt væri að endurheimta hérlendis. Vonir voru bundnar við að endurheimting votlendis leiddi til bindingar á jarðvegi sem kæmi í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda, sem aftur gæti ratað í kolefnisbókhald sem frádráttur á heildarlosun Íslands sem ríkisstjórnin ber ábyrgð á samkvæmt alþjóðlegum sáttmálum.

Stjórnin lýsir yfir vonbrigðum. Samhliða hefur Einar Bárðarson framkvæmdastjóri sagt upp störfum.

Árið 2016 varaði Skógræktin við því að erfitt yrði fyrir Votlendissjóð að sannreyna hverju það skilaði að moka ofan í skurði, og þar af leiðandi yrði erfitt að fá vottanir sem eru forsenda fyrir því að binding rati í loftslagsbókhald ríkisins.

Í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga fóru Píratar, Viðreisn og Sjálfstæðisflokkurinn fremstir með staðhæfingar um tækifærin sem felast í framræsingu votlendis. Sigríður Á. Andersen hefur ásamt öðrum talið að bindingin með þessum aðgerðum yrði svo árangsrík að ekki sé réttlætanlegt að leggja neinar álögur á eldsneyti á Íslandi.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí