Annað snjóflóð í dag – snjóflóðagarðar úreltir og innviðir almennt ótryggir

Annað snjóflóð féll í Neskaupstað um klukkan hálf eitt í dag.  Flóðið féll úr Skágili, rétt við horn ysta varnargarðs bæjarins en náði ekki svo langt niður hlíðina og olli ekki tjóni.  Aðgerðastjórn bæjarins segir ekkert að óttast vegna þessa.  Fréttastofa RUV greinir frá þessu en þar segir Óliver Hilmarsson sérfræðingur á sviði snjóflóða hjá Veðurstofu Íslands að flóðin hafi fallið víða og jafnvel utan þekktra farvega. Þá séu snjóflóðavarnargarðar gamla og úrelta hönnun.


Óliver segir snjóflóðavarnargarðana vera barn síns tíma en þeir elstu hafi verið hannaðir og reistir á forsendum sem í dag þykja úreltar.  „Við þurfum sem dæmi að endur­meta hættu fyrir á­kveðna gerð af varnar­görðum,“ segir Ó­liver í viðtali við RUV.

Þá segir hann að spá Veðurstofunnar hafi ekki verið nógu góða né hafi hún komið nægilega tímanlega svo hægt hefði verið að rýma húsin strax kvöldið áður.

Draga má þær ályktanir eins og fram kom í grein Samstöðvarinnar þann 27. mars sl. að fjármagn sé ekki að skila sér í að klára uppbyggingu á snjóflóðavörnum landsins og samkvæmt orðum Óliver þurfi einnig að endurskoða hönnun og byggingu garðanna auk þess að setja meira fjármagn í almenna innviði eins og veðurathuganir.  Þá vakti það athygli í gær þegar kom í ljós að mönnun á þyrlu Landhelgisgæslunnar skorti og að mönnun hennar sé langt frá því að vera tryggð alla daga ársins.

Mikilli ofankomu er spáð á morgun og svipaðri vindátt og þegar flóðin féllu svo ekki er líklegt að allir íbúar fái að snúa aftur heim næstu sólarhringa. „Það gæti snjóað mjög mikið í fjöll á fimmtu­dag og föstu­dag. Það er ekki út­lit fyrir að þessu linni strax,“ segir Ó­liver.

Björgunarsveitir af öllu landinu streyma nú austur þar sem þær verða til taks næstu tvo sólarhringana hið minnsta. Búist er við að nokkur hundruð viðbragðsaðilar verði á svæðinu þegar veður tekur að versna á ný.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí