Aldrei minna traust á ríkisstjórnar Katrínar

Í könnun Gallup í febrúar sögðust 42,0% þátttakenda styðja ríkisstjórnina. Stuðningurinn hefur ekki farið neðan. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarinnar mælist 40,1% og hefur ekki mælst minna. Ef kosið yrði nú myndu ríkisstjórnarflokkarnir tapa 13 þingmönnum og kolfalla.

Ef við brjótum niðurstöðu könnunarinnar niður á þingmenn með hefðbundnum hætti er staðan þessi:

Ríkisstjórn:
Sjálfstæðisflokkur: 14 þingmenn (-3)
Framsóknarflokkur: 7 þingmenn (-6)
Vg: 4 þingmenn (-4)
Ríkisstjórn alls: 25 þingmaður (-13)

Hin svokallaða frjálslynda miðja:
Samfylkingin: 16 þingmenn (+10)
Píratar: 8 þingmenn (+2)
Viðreisn: 5 þingmenn (óbreytt)
Hin svokallaða frjálslynda miðja: 29 þingmenn (+12)

Ný-hægri andstaðan:
Flokkur fólksins: 3 þingmenn (-3)
Miðflokkurinn: 3 þingmenn (+1)
Ný-hægri andstaðan: 7 þingmenn (-2)

Stjórnarandstaða utan þings:
Sósíalistaflokkurinn: 3 þingmenn (+3)

Allir ríkisstjórnarflokkarnir hafa tapað fylgi frá kosningum. 6,5% kjósenda hafa snúið sér frá Framsókn, 5,8% kjósenda frá Vg og 1,9% kjósenda farið frá Sjálfstæðisflokksins.

Flokkur fólksins hefur líka misst fylgi, 3,2% hafa snúið sig frá flokknum. Og reyndar 0,9% frá Viðreisn og 0,1% frá Miðflokknum.

En hvert fer þetta fólk, 18,4% kjósenda?

Flestir hafa snúið sér að Samfylkingunni, 14,1%. Píratar hafa fengið 3,5% og Sósíalistar 0,9%.

Auðvitað er þetta ekki alveg svona. Flokkur getur misst frá sér fólk en fengið annað í staðinn. Þetta er nettóhreyfingarnar milli flokka.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí