Arnór vill innlendan her

Arnór Sigurjónsson, fyrrum skrifstofustjór varnarmálaskrifstofu Utanríkisráðuneytisins hefur gefið út bókina „Íslenskur her, breyttur heimur – nýr veruleiki“ og fór fram kynning á henni í bókabúð í dag.

Hann vill alvöru umræður um stofnun hers á Íslandi sem að hans sögn ætti að hafa það markmið að tryggja öryggi landsins og byggja upp varnir til framtíðar.

Hann telur brýnt að hér verði vel þjálfuð sveit manna með þekkingu og búnað til að grípa inn í ef ráðist verði á landið fyrirvaralaust. Þá yrði hlutverk innlends herliðs að tryggja öryggi hernaðarlega mikilvægra svæða meðan beðið yrði eftir liðsauka erlendis frá.

Arnór telur þá stefnu stjórnvalda að útvista vörnum landsins til annarra þjóða beinlínis vera hættulega og segir stjórnmálamenn áhugalausa um varnarmál auk þess sem þeir tali um þau af vanþekkingu.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag en nýútkomin bók hans fjallar um nauðsyn þess að stofna innlendan her.

Meðfylgjandi mynd er af Arnóri árið 2019 í heimsókn hjá varnarmálaráðuneyti Eistlands.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí