Bjarkey í VG á fyrsta farrými

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona VG og varaformaður flokksins, er sögð hafa flogið til París á dögunum á fyrsta farrými. Þangað var hún að fljúga á vegum fjárlaganefndar í svokallaða fræðsluferð. 

Viðskiptablaðið fullyrðir þetta í nafnlausum skoðanapistli. Þar segir: “Var hún að hugsa um hvernig hægt væri að jafna kjörin í landinu. Þannig að allir sætu við sama borð, gætu leyft sér það sama og notið sömu lystisemda lífsins? Nei. Bjarkey Olsen var upptekin við annað og mikilvægara.

Hún sat á Saga Class fyrir alþýðuna, sötraði smá hvítt og horfði á bíómynd. Á meðan sátu aðrir fjárlaganefndarmenn á Monkey class, eins og flugfreyjurnar kalla síðra farrýmið sín á milli.”

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí