Bóknám óvinsælla

Börn 2. mar 2023

Hraðra breytinga þörf á húsnæðum framhaldskólanna svo bregðast megi við breyttu landslagi í skólamálum – fleiri velja starfsnám umfram hefðbundið bóknám

Samkvæmt spálíkani Hagstofunnar bendir allt til að framhaldskólanemendum í starfsnámi fjölgi um tæp tuttugu prósent næstu 5–6 árin.

Á sama tíma fækkar nemendum sem leggja fyrir sig bóknám um 510 nemendur, eða 3 prósent. Bregðast þarf hratt við.

Í morgun kynnti Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, niðurstöður greinargerðar um húsnæðisþörf í framhaldsskólum.

Fagnaðarefni segir ráðherra sem hefur þó áhyggjur af stöðu bóknáms til langstíma litið,

„Stækkun ýmissa skóla er í farvegi en á sama tíma þurfum við að vinna áætlun um hvernig við mætum fækkunum í bóknámi,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra í morgun.

Ráðast þarf í umfangsmiklar framkvæmdir til viðbótar víðsvegar um landið til að mæta þörfinni. Aðgerðir sem ekki verður farið í á einu bretti samkvæmt ráðherra og því geri greinargerðin áætlun til næstu 10 ára.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí