Bóknám óvinsælla

Börn 2. mar 2023

Hraðra breytinga þörf á húsnæðum framhaldskólanna svo bregðast megi við breyttu landslagi í skólamálum – fleiri velja starfsnám umfram hefðbundið bóknám

Samkvæmt spálíkani Hagstofunnar bendir allt til að framhaldskólanemendum í starfsnámi fjölgi um tæp tuttugu prósent næstu 5–6 árin.

Á sama tíma fækkar nemendum sem leggja fyrir sig bóknám um 510 nemendur, eða 3 prósent. Bregðast þarf hratt við.

Í morgun kynnti Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, niðurstöður greinargerðar um húsnæðisþörf í framhaldsskólum.

Fagnaðarefni segir ráðherra sem hefur þó áhyggjur af stöðu bóknáms til langstíma litið,

„Stækkun ýmissa skóla er í farvegi en á sama tíma þurfum við að vinna áætlun um hvernig við mætum fækkunum í bóknámi,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra í morgun.

Ráðast þarf í umfangsmiklar framkvæmdir til viðbótar víðsvegar um landið til að mæta þörfinni. Aðgerðir sem ekki verður farið í á einu bretti samkvæmt ráðherra og því geri greinargerðin áætlun til næstu 10 ára.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí