Fullútbúinn kjarnorkuviðbragðsvél á vegum bandaríkjahers hafði viðveru hér á landi á dögunum. Vélin sem er af gerðinni Boeing E-6 Mercury er hönnuð til þess að framfylgja sérhæfðri skipun hersins; TACAMO „Take charge and Move out” sem mætti jafnvel þýða sem „taktu í taumana og skjóttu”. Þessu greinir viðbragðssveit bandaríkjahers í Evrópu frá á twitter í færslu þar sem sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi er merkt sérstaklega.
Vélin sem gengur undir viðurnefninu dómsdagsvélin getur framfylgt skipunum um kjarnorkuárásir með tvennum hætti: Með því að sleppa og skjóta sjálf eða með því að virkja kjarnorkuflaugar á þartilgerðum skotpöllum á hafi úti, einskonar fjarstýring. Engin skýring er á veru vélarinnar hér á landi og/eða auknum hernaðarumsvifum við norðurslóðir en skv. Flightradar er vélin, eða önnur eins við sambærilegt eftirlit/innlit við strendur Noregs.