Indó er samvinnubanki fólksins boðar betri kjör og frískandi stefnu í bankamálum – í eigu útrásarvíkinga og aðalleikara bankahruns
Enginn feluleikur – ekkert bull
„Félagið er með skýra sýn hvernig það ætlar að vinna og hvernig það ætlar ekki að vinna. Vegna einfaldrar yfirbyggingar þarf Indó til dæmis ekki mikinn fjölda starfsfólks og getur þannig boðið viðskiptavinum betri kjör,“ segir í viðtali viðskiptablaðs við forsvarsmenn bankans á dögunum, það má lesa allt hér.
Hver er þessi einfalda yfirbygging?
Að þessu spurðu nokkrir glöggir netverjar sig og hófust handa við að fletta gegnum lista sjóðseigenda Indóbankans.
Er ferski andblær Indóverja bara staðið loft föllnu bankanna? Það fara um snjáðar bankabækur einkenni PTSD lengst inn að kili.
Hér eru eigendur Indó og prósenta hlutdeildar þeirra í bankanum og fyrir neðan létt upprifjun um þá helstu.
Tryggvi Björn Davíðsson, var áður framkvæmdastjóri markaða hjá Íslandsbanka en starfaði sem ráðgjafi hjá Barclays í London 2008.
Gnitarnes ehf. Framkvæmdastjóri félagsins er Ingimundur Sveinsson, arkitekt sem á meðal annars heiðurinn af hönnun Perlunnar í Öskjuhlíð. Ingimundur er Engeyingur, föðurbróðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Gnitarnes er skráð í meirihlutaeigu Einars Arnar Ólafssonar, vinar og viðskiptafélaga Bjarna, og kenndur er við (stjórnarformennsku) í lággjaldaflugfélaginu Play. Einar Örn Ólafsson starfaði innan fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka síðar Glitnis fyrir rúmum áratug og gegndi lykilhlutverki í innherjaviðskiptafléttum Engeyinganna innan Íslandsbanka ma. með bílaumboðið Toyota og háar lánveitingar til vafnings. Einar tilheyrir þá einnig hópi fólks sem sætt hefur rannsókn embættis sérstaks saksóknara fyrir fléttu með viðskipti olíufélaganna Skeljung og P/f Magn á árunum 2008 til 2013. Rannsóknin tekur til meintra umboðs- og skilasvika, mögulegra mútubrota sem og meintra brota laga um peningaþvætti. Einar Örn er talinn hafa fengiðrúmlega 800 milljónir króna fyrir sinn hlut árið 2013 þegar íslenskir lífeyrissjóðir keyptu Skeljung og P/F Magn sem hann notaði síðan til fjárfestinga í laxeldi þar sem hann hefur áfram hagnast sl. ár ma. í gegnum félagið Fiskisund.
Ueno: Hönnunarfyrirtæki Haraldar Þorleifssonar sem hagnaðist verulega þegar Twitter keyptu hann út. Hefur starfað nokkuð ötullega að mannúðarmálum, setti upp hjólastólarampa víða um borg og bæ og komst í fréttir fyrir að leggja sig sérstaklega fram við að greiða meiri skatt en hann í raun þurfti af auði sínum.
Adira ehf: Jónas Hagan Guðmundsson og Edward Mac Gillivray Schmidt eru stórtækir viðskiptafélagar á fasteignamarkaði hér á landi. Eigendur Vörðu Capital, nespresso og Kviku fjárfestingarbanka, sem þeir síðan seldu. Áttu um stund og töpuðu á Kortaþjónustunni. Edward ku ríkasti maður Alaska og hefur keypt upp hótelkeðjur ma. KEA og Edison við Hörpu.
Iceland Venture Studios: Eignarhaldsfélag frumkvöðulsins Bala Kamallakharan, stofnanda startup rvk, sem fléttar sig um fyrirtæki í eigu Einars Benediktssonar og Gísla Baldurs Garðarssonar, áður kenndir við Olís og Hraunlón (Síldarvinnslan). Í gegnum tíðina hafa þeir stundað viðskipti við sjávarútvegsfyrirtæki sbr. FISK og Samherja. Gísli er jafnframt lögmaður Samherja.
Omega ehf: Eignarhaldsfélagið ÍV SIF Equity Farming (ÍSEF), er eignasafn í fiskeldi og tengdri starfsemi. Félagið sótti sér samtals 1.450 milljónir króna frá innlendum fjárfestum til að fjármagna fyrstu tvær fjárfestingar sínar, 2021 en þar fer Omega með samtals tæplega 49 prósenta eignarhlut. Félögin eru í eigu Andra Sveinssonar (Gilding, Arnarhvoll, Thorsil) og Birgis Más Ragnarssonar, sem er einn af meðeigendum og starfsmönnum Novator Partners, fjárfestingafélags í meirihlutaeigu Björgólfs Thors Björgólfssonar en saman eiga þeir Grósku hugmyndahús ofl.
Consultum ehf: Elísabet Árnadóttir, forstöðukona fyrirtækjaþjónustu Arion banka.
Aðrir eigendur sem getið er á síðu Indó og hafa ekki verið talin upp hér eru þau sem eiga undir þriggja prósenta eignarhlut hver og eru þau 35 talsins, þar af 19 undir einu prósenti. Þetta eru ýmist lítil fyrirtæki og einstaklingar td. í tæknigeiranum, hverskyns athafnamenn og aðilar í heilbrigðisþjónustu.