Engin þjóðarsátt meðan ríkir verða ríkari á okkar kostnað

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinar, segir á Facebook að allt tal um nýja þjóðarsátt sé þvæla. Ástæðan sé einföld: aðstæður nú séu gjörólíkar aðstæðum árið 1990. Nú sé blússandi hagvöxtur og algjör gósentíð hjá hinum ríku. Á sama tíma er meirihluti þjóðarinnar að berjast í bökkum.

Hér fyrir neðan má lesa pistil Jóhanns Páls í heild sinni.

Þjóðarsáttin 1990 var gerð í skugga efnahagssamdráttar, eftir viðvarandi taprekstur og gjaldþrotahrinu í stærstu atvinnugreinum. Þá var ekki mikið til skiptanna.

Nú eru aðstæður allt aðrar í þjóðfélaginu.

Það er blússandi hagvöxtur. Hagnaðartölurnar árin 2021 og 2022 eru þær hæstu á öldinni. Gósentíð hjá stórútgerð þar sem arðgreiðslur eru margfaldar á við veiðigjöld, fjármagnstekjur í hæstu hæðum, meðallaun forstjóra í Kauphöllinni 7 milljónir á mánuði og tekjuhæsta eina prósentið tekur til sín æ stærri skerf af þjóðarkökunni.

Á sama tíma er fjöldi heimila í vanda. Hlutfall þeirra sem segjast eiga erfitt með að ná endum saman hefur þrefaldast á tveimur árum samkvæmt kjarakönnun Gallup. Kaupmáttur fer rýrnandi, leigukostnaður og greiðslubyrði lána rýkur upp og æ fleiri heimili eru rekin á yfirdrætti.

Ráðamenn geta ekki krafið verkalýðshreyfinguna um hófsemi en haldið áfram að reka stefnu sem gerir ríka ríkari á kostnað almennings.

Ef hér á að nást einhver þjóðarsátt verður það að vera þjóðarsátt um réttlátari skiptingu gæðanna og réttlátari skiptingu byrðanna.

Hér fyrir neðan má sjá Jóhann Páll ræða ríkisfjármál í Rauða borðinu fyrir tveimur vikum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí