Fjallið Skessuhorn komið í eigu erlendra auðmanna

Kanadískir auðkýfingar, hjón hafa keypt stórt landsvæði í Skorradal þar sem fyrir er að finna fjallið auk þriggja veiðiáa. Þau byggja þar þúsund fermetra einkahöll auk sjöhundruð fermetra gestahús.

Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í morgun. Grunnur að húsunum hefur núþegar verið lagður en þau munu standa í fjallshlíðinni ofan við þar sem núverandi hús liggur og stefnt er að því að framkvæmdum ljúki árið 2025.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um að ræða ung hjón. Ku eiginmaðurinn hafa auðgast í viðskiptum innan tæknigeirans en jörðina keyptu þau með aðstoð félagsins Nordic Luxury.

Jörðin sem heitir Horn telur heila 110 þúsund fermetra seldist á fjórum dögum. Fyrir utan fjallið Skessuhorn liggja þrjár veiðiár um jörðina, Hornsá, Álfsteinsá og Andakílsá. Ásett verð náttúruperlunnar voru litlar 145 milljónir króna en jörðin var seld á 150 milljónir samkvæmt Fréttablaðinu.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí