Franska þingið samþykkti seint á laugardagskvöldið að hleypa áfram gríðarlega óvinsælum breytingar á lífeyriskerfinu þar í landi. Það gerðist aðeins nokkrum klukkustundum eftir að tvær milljónir manna, í meira en 200 mótmælum vítt og breitt um landið, gengu út á götur til að mótmæla stefnu Emmanuel Macron sem hann hefur lagt þunga áherslu á á sínu öðru kjörtímabili. Franskur almenningur hefur ítrekað mótmælt breytingunum undanfarnar vikur og mánuði.
Þingið samþykkti með 195 atkvæðum gegn 112 seint á laugardagskvöldi að hleypa málinu áfram en lögin munu hækka eftirlaunaaldurinn úr 62 í 64 ár. Málið mun nú fara fyrir nefnd sem mun setja saman drög að lagafrumvarpi.
Forseti þingsins Gerard Larcher sagði: „Við höfum setið óslitið í 10 daga og næstum jafn margar nætur sem gera alls 100 klukkustundir af umræðum. Við skrásettum met fjölda breytingartillagna og viðbóta: 8.900 samtals.“
Ritari franska kommúnistaflokksins Fabien Roussel hrósaði öllum þeim sem barist hafa gegn „aðgerðunum ríkisstjórnarinnar og hægrisinnaðra öldungadeildarþingmanna“.
Stéttarfélögin sögðu aukinn fjölda hafa tekið þátt í mótmælunum á laugardaginn þar sem 200 þúsund hafi marserað í gegnum París. „Ég er hér til að berjast fyrir félagana mína og unga fólkið okkar,“ sagði Claude Jeanvoine, fyrrverandi lestarstjóri á mótmælum í Strassborg í austurhluta Frakklands.
Stéttarfélögin gáfu út sameiginlegt yfirlýsing á laugardeginum þar sem þau kölluðu eftir því að Macron legði málið fyrir almenning í svokallað „borgaralegt ráðgjafarferli“.
Ritari CGT verkalýðsfélagsins, Philippe Martinez, sagði: „Ef Emmanuel Macron er svo viss um sig ætti hann að ráðfæra sig við frönsku þjóðina.“ Skoðanakönnun sem útvarpsstöðin BFMTV birti á laugardaginn sýndi að 63 prósent Frakka styðja mótmælin.
Myndir af harkalegum aðgerðum lögreglu hafa auk þess valdið óhug á samfélagsmiðlum en þar sést hvernig frönsk óeirðalögregla beitir kylfum á mótmælendur. Utanríkisráðherra Írans, Nasser Kanaani, sendi frá sér yfirlýsingu á sunnudaginn þar sem hann gagnrýndi framgöngu lögreglunnar og sakaði frönsk yfirvöld um hræsni: „Fyrirlestrar um mannréttindi frá sjálfskipuðum talsmönnum eru aðeins fyrir aðra að hlýða á“, sagði hann og vísaði þar til gagnrýni franskra yfirvalda á framkomu íranskrar lörgreglu við mótmælendur í heimalandinu.
Myndin er af einum mótmælenda eftir árás lögreglunnar. Og gér má sjá aðfarir lögreglunnar í Twitter-færslu: