„Við teljum einfaldlega að Hæstiréttur hafi ekki tekið afstöðu til okkar kæruatriða og förum því með málið á meginlandið,“ segir Helgi Pétursson
Mál þremenninganna sem kenna sig við Gráa herinn hafa þegar verið send út til Strassburg. Kjarni þess fjallar um að fá viðurkennt, fyrir dómi, að íslenska ríkið hafi brotið lög með veittri heimild Tryggingastofnunar ríkisins til að skerða ellilífeyrisréttindi vegna greiðslna úr öðrum, -jafnframt skyldubundnum, atvinnutengdum lífeyrissjóðum. Dómur sem félli hópnum í vil myndi neyða ríkisvaldið til að breyta regluverki almannatrygginga og samræma það grundvallarreglum réttarríkisins.
Ákvörðun þremenninganna að leita til MDE kemur í kjölfar nýfallins dóms Hæstaréttar sem dæmdi með hagsmunum ríkisins og Tryggingastofnunar. Fréttablaðið greinir frá því samkvæmt tilkynningu frá Gráa hernum að um sé að ræða úrslitatilraun,
„Til að knýja fram viðurkenningu á því að núgildandi skerðingarreglur almannatryggingalaga séu úr hófi og standist ekki íslensku stjórnarskrána né Mannréttindasáttmála Evrópu,“
Haft var eftir Helga Pétussyni að engan bilbug sé á hópnum að finna.
„Við neitum að gefast upp í þessu máli,“ segir Helgi Pétursson, formaður Landssamband eldri borgara.