Grái herinn leitar til Mannréttindadómsdóls Evrópu

Baráttufólk 2. mar 2023
grái herinn

„Við teljum ein­fald­lega að Hæsti­réttur hafi ekki tekið af­stöðu til okkar kæru­at­riða og förum því með málið á megin­landið,“ segir Helgi Péturs­son

Mál þremenninganna sem kenna sig við Gráa herinn hafa þegar verið send út til Strassburg. Kjarni þess fjallar um að fá viðurkennt, fyrir dómi, að íslenska ríkið hafi brotið lög með veittri heimild Trygginga­stofnunar ríkisins til að skerða elli­líf­eyrisréttindi vegna greiðslna úr öðrum, -jafnframt skyldu­bundnum, at­vinnu­tengdum líf­eyris­sjóðum. Dómur sem félli hópnum í vil myndi neyða ríkis­valdið til að breyta reglu­verki al­manna­trygginga og sam­ræma það grund­vallar­reglum réttar­ríkisins.

Ákvörðun þremenninganna að leita til MDE kemur í kjölfar nýfallins dóms Hæstaréttar sem dæmdi með hagsmunum ríkisins og Tryggingastofnunar. Fréttablaðið greinir frá því samkvæmt tilkynningu frá Gráa hernum að um sé að ræða úr­slita­til­raun,

„Til að knýja fram viður­kenningu á því að nú­gildandi skerðingar­reglur al­manna­trygginga­laga séu úr hófi og standist ekki ís­lensku stjórnar­skrána né Mann­réttinda­sátt­mála Evrópu,“

Haft var eftir Helga Pétussyni að engan bilbug sé á hópnum að finna.

„Við neitum að gefast upp í þessu máli,“ segir Helgi Péturs­son, for­maður Lands­sam­band eldri borgara.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí